Enginn húmor í Hafnarfirði

Bæjarstjórn var rétt í þessu að samþykkja nafndið "Ásvallalaug" (Ekki áSvallalaug) sem nafn á nýju sundmiðstöðinni á Völlum með 7 atkvæðum (af 11).

Engin af mínum tillögum hlaut brautargengi en auk "Bringusundlaugar" tillögu sem ég kynnti hér þá sendi ég eftirfarandi tillögur inn:

  • Svakalaug (verður hún ekki svaka stór?)
  • Valla-vallarlaug (rétt hjá Vallavelli-púttvellinum)
  • Torgalaug (af hverju var ekki byggð hringlaug, allar lengdir þá mögulegar?)
  • Hverlaug (hver laug um kostnaðinn?)
  • Flaug (stytting úr Flottalaug)
  • Arnarlaug (Byggð fyrir Örn)
  • Fjarðarlaug (kennd við íþróttafélagið Fjörð)
  • Sundhöll Valla (varla Valla sundhöll?)
  • Hallarlaugin (eða er hún bein?)
  • Hafnarfjarðarhöllin (fyrir sundkónga og -drottningar)
  • (Hvað ætli hann..) Heiti potturinn (umdeild sundlaug)
  • Metalaug (met í kostnaði og vonandi verða sett mörg met þarna)

Annars var skondið að enginn bæjarfulltrúa hafði tekið eftir að ósamræmi var í fundargerð tómstundaráðs eins og látið var fara óbreytt í Fjarðarpóstinn 28. febrúar sl. þar sem samþykkt var nafnið Ásvallarlaug. (Hvar er þessi Ásvöllur?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Guðni.

Þungt nafn á lauginni,, Ásvalla ekki til það er verið að leitt, ætli laugin verði ekki kölluð,,Sukkið,,

Kv, Sigurjón Vigfúson

Rauða Ljónið, 11.3.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Datt í hug að endurskíra Vesturgötuna með hliðsjón af Norðurbakkanum.

Þrengslavegur

Gjábakkabraut

Portgata

Kassasund

Kristbergur O Pétursson, 15.3.2008 kl. 09:26

3 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Kassaskjól

Kristbergur O Pétursson, 15.3.2008 kl. 09:27

4 Smámynd: Guðni Gíslason

Sæll Kristbergur, þröngar götur voru gjarnan nefnd sund og í framhaldi af nafngift á sundhöllinni væri þá ekki viðeigandi að kalla götuna Bryggjusund?

Guðni Gíslason, 15.3.2008 kl. 09:53

5 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég hef engan áhuga á sundlaugarbullinu í þér Guðni. Norðurbakkinn er umhverfisslys, og alvörumál.

Kristbergur O Pétursson, 15.3.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég er reiður.

Kristbergur O Pétursson, 15.3.2008 kl. 22:02

7 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég er dóni líka. Fyrirgefðu Guðni. Ég er bara svo lélegur til líminganna vegna Norðurbakkans.

Kristbergur O Pétursson, 16.3.2008 kl. 09:25

8 Smámynd: Guðni Gíslason

Þú verður, Kristbergur, að hafa smá húmor í lífinu, annar lifir þú ekki Norðurbakkann af.

Annars man ég ekki eftir mörgum (ef einhverjum) sem mótmæltu opinberlega núverandi skipulagi. Allir virtust fegnir þegar hugmyndir hollensku arkitektanna (sem voru að mörgu leyti mjög áhugaverðar sem hugmyndir) voru slegnar út af borðinu og núverandi skipulag var samþykkt. Þegar ég talaði við fólk áttaði það sig ekki á hvað t.d. austasta blokkin næði nálægt Fjarðargötunni. Slys - nei, klúður - já.

Guðni Gíslason, 16.3.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband