Vangarnir í Hafnarfirði - báðir vangarnir boðnir

Æ hvað þetta var sætt, "í Vöngunum í Hafnarfirði".

Ég þurfi að hugsa mig aðeins um. Svo áttaði ég mig á því að þetta er Harry Potter svæði í þeim hluta bæjarins sem er ekki til. Í Hafnarfirði eru bara til tvær gagnstæðar áttir, suður og vestur. Austur hefur aldrei náð bólfestu hér en norður náði bólfestu í nafni eins bæjarhlutans þó menn fari aldrei í norður að þeim bæjarhluta. Fermetrarnir ódýru voru líklega í Vöngum nr. 10 og 3/4.

Að öllu gríni slepptu á blaðamaðurinn líklega við Norðurbæinn í Hafnarfirði en þá er bleik brugðið ef ódýrast er að kaupa við Sævanginn í Hafnarfirði.

Við snúum þá bara hinum vanganum að kreppunni.


mbl.is Hæsta fermetraverðið í Sjálandshverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankamennina í álverið?

Hvað tæki uppbygging í Straumsvík mörg ár?

Hvað áætla menn að kreppan vari lengi?

Ég heyrði ekkert rætt um það á bæjarstjórnarfundinum í dag. Lúðvík vildi stækkun, það duldist engum enda lýsti hann því yfir á fundi í Hafnarborg saman með Magnúsi Gunnarssyni, þáverandi bæjarstjóra. Mér heyrist að hann hafi ekki skipt um skoðun.

Nú eiga stjórnmálamenn að koma upp úr skotgröfunum og sameinast um hernaðarplan gegn sameiginlegum óvini í stað þess að karpa innbyrðis.

Uffe Elleman hefur trú á að við komust fljótt út úr kreppunni. http://gudnibloggar.blog.is/blog/gudnibloggar/entry/673723/ 


mbl.is Vilja viðræður um stækkun Straumsvíkurálvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsakaðist kreppan af hormónum?

Ég stóðst ekki mátið að sýna ykkur þessa grein úr Financial Times. Þið segið bara ekki nokkrum manni að ég hafi birt hana hér. En þetta verðið þið að lesa.

 Traders should track their hormones

By John Coates

Published: April 14 2008 21:53 | Last updated: April 14 2008 21:53

Alan Greenspan, the former chairman of the US Federal Reserve, recently lamented that economics will never have a perfect model of risk. The problem, he said, is that economists cannot fathom the will o’ the wisp of market sentiment. Yet today, neuroscience and endocrinology may help us understand these troublesome spirits. For the waves of irrational exuberance and pessimism that destabilise the financial markets may be driven by naturally produced steroid hormones.

Steroids such as testosterone and cortisol affect our moods, memories and behaviour. Testosterone, for example, surges in males as they prepare for a competition, and continues to rise in the winner while falling in the loser. The winner, primed by elevated testosterone, experiences increased confidence and risk-taking and this improves his chances of winning again, leading to a positive feedback loop termed the “winner effect”.

However, at some point in this winning streak the elevated steroids begin to have the opposite effect on success and survival. Animals experiencing this upward spiral of testosterone and victory have been found after a while to start more fights, to neglect parenting duties and to patrol larger areas, all of which leads them to suffer an increased predation. As levels of testosterone rise, effective risk-taking gradually turns into dangerous behaviour.

Could this upward surge of testosterone, cockiness and risky behaviour also occur in the financial markets? This was a question I asked while working on Wall Street during the dotcom bubble. Many traders at this time displayed manic behaviour and a sense of infallibility. Equally telling was that women appeared relatively unaffected. Both facts implicated a chemical such as testosterone.

Returning to Cambridge, I, with a colleague’s help, sampled testosterone and cortisol from a group of male traders in the City of London. We found that a trader’s daily testosterone levels were indeed higher when he made an above average profit. We also found that the higher a trader’s morning testosterone, the more money he made that day. This effect was most pronounced in experienced traders.

Cortisol, a stress hormone, told us a different story. When reacting to a challenge, cortisol slows down long-term functions of the body, such as digestion and reproduction, marshals glucose for immediate use and promotes an anticipatory arousal. Cortisol reacts with particular force under conditions of novelty and uncertainty. We found that cortisol rose with the variance of the trader’s profits. It also rose in lockstep with implied volatility in the options market, raising the intriguing possibility of a biological substrate for the derivatives market. Cortisol was preparing traders for an impending market move; like testosterone, it was highest and most volatile in experienced traders. They appear cool and unemotional, but beneath the poker face is an endocrine system on fire.

Cortisol and testosterone, it appears, are the chemical messengers our bodies use to signal economic risk and return. Moderate levels of steroids prepare traders for taking risks, but higher levels can impair judgment. If testosterone continued to rise it could, by fostering over-confidence and risk-seeking, lead traders to make irresponsible trades. Testosterone is likely to rise in a bull market, increase risk and exaggerate the rally. Chronic cortisol exposure, on the other hand, promotes feelings of anxiety, a selective recall of disturbing memories and a tendency to find danger where none exists. Cortisol is likely to rise in a crash, make traders dramatically and perhaps irrationally risk-averse, and exaggerate the sell-off.

In the present crisis, traders, exposed for months now to the noxious effects of cortisol, may end up in a psychological state known as “learnt helplessness”. As a result they may become price insensitive, blunting the instruments of monetary policy. A better model of risk, it seems, would ask questions about the physiology of investors, not just their rationality. For example, if bubbles are amplified by a testosterone feedback loop, does this mean they are largely a male phenomenon? Would a greater presence of women and older men in the markets help stabilise them? If risk preferences are determined in part by hormones, then a risk reduction strategy for banks might entail diversifying the endocrine profiles on their trading floors.

The writer, a research fellow at Cambridge University, previously ran a trading desk for Deutsche Bank. His study is published on Tuesday in the Proceedings of the National Academy of Sciences


Uffe Elleman betri en enginn vinur

Ég var nú ekki alltaf hrifinn af Uffe Elleman þegar hann var í pólítíkinni í gamladaga en það er annar tónn í blogginu hans í dag en birtist á síðum danskra blaða.

Sjá http://uffeellemann.blogs.berlingske.dk/2008/10/14/island-i-finanskrisens-epicenter/

/7.jpg


Mamma og óþekktarormarnir

Strákarnir eru búnir að vera að spila á spil í langan tíma eftir að mamma kenndi þeim að spila þegar þeir voru litlir. Nú um daginn voru sumir orðnir gráðugir og héldu nokkrum spilum fyrir sig og vildu ekki deila með öðrum. Hinir sættu sig ekki við þetta og þeir fóru að slást. Mamma kom þá inn, skakkaði leikinn og tók af þeim öll spilin og sátu þeir hnýpnir eftir. En mamma er góð og stokkaði spilin og deildi spilunum út eftir viðurkenndum reglum. Allir fengu nú að vera með á ný. Enginn þorði að hafa rangt við og allir hugsuðu fallega um hvern annan og þegar spilinu lauk var gefið á nýjan leik. Þó var alltaf talið í bunkanum við og við, traustið var ekki jafnt sem fyrr.

Enginn vill að mamma stjórni öllu en samt viljum við að mamma grípi inn í þegar illa gengur. Þegar vel gengur stöndum við ríg­montnir og mamma gleymist en þegar illa gengur munum við öll eftir mömmu. Svona upplifi ég einkavæðinguna og ríkisvaldið.

Flottræfilshátturinn og stórmennskan hafa dregið okkur niður í svaðið, þeir nýríku héldu að þeir væru svo miklu betri en hinir og gætu það sem aðrir gátu ekki. Það er gott og oft nauðsynlegt að vera kjarkaður en eins og áhættuleikarar og töframenn vita þá verða menn að hafa aðstæðurnar á sínu valdi. Ekkert má vera tilviljunum háð, og sá sem gengur eftir línunni verður að vita hvað þarf að gera ef vindur fer að blása. Hinir nýríku gleymdu sér í dásemdum sínum.

Hver verður staða venjulega fólksins? Hvað gerist með gengið? Ríkur verðbólgan upp? Hvað sem gerist er eitt víst. Trúverðugleiki okkar Íslendinga hefur orðið fyrir miklu tjóni. Þá er líka ljóst að áhrifin verða keðjuverkandi. Það er ekki hægt að hlakka yfir óförum þeirra nýríku, hvort sem þeir hafa grætt á viðskiptum, fengið kvóta á silfurfati frá þjóðinni eða rænt sparisjóð, ófarir þeirra hafa áhrif á okkar líf eins og velgengnin gerði líka, þó í miklu minna mæli hafi verið.

Hafnarfjarðarbær skuldar háar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri og Seðlabankinn getur ekki haldið genginu niðri. Útgjöld munu stóraukast, fyrirtæki munu mörg hver minnka umsvif sín en sem betur fer búum við líka að öflugum útflutningsfyrirtækjum sem kannski verða ljósið í tilveru okkar á næstunni.

(leiðari Fjarðarpóstsins 9. október 2008) www.fjardarposturinn.is


mbl.is Bankamenn í tilfinningarússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mbl sameinist Jyllands-Posten

Ekki veit ég hvort kreppan á dagblaðamarkaðinum valdi en skondið fannst mér að fá föstudagsblað 24 stunda með Mogganum inn um lúguna hjá mér í morgun. Það gerist svo margt á hverjum degi að erfitt er að komast hjá því að sjá að þetta var gamalt blað. Reyndar er 24 stundir alltaf gamalt blað.

Ég kíki oft á danska miðla, stundum eftir að hafa séð vitnað í þá, bara til þess að skilja fréttina, svo óvönduð eru vinnubrögðin við að sleikja upp fréttir þaðan. Nú vitnar Mbl enn eina ferðina í frétt í JP sem aftur vitnar í frétt í Financial Times. Hefur Mbl. ekki aðgang að FT?


mbl.is Til Íslands í innkaupaferðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi ljósaupplifun í Helsinki

Norræna ljóstæknimótið og Helsinki design week eru haldin samhliða hér í Helsinki. Við erum 11 í ljóstæknihlutanum og einhver hópur sem ég er ekki búinn að hitta í hönnunargeiranum.

Staðsetningin er gamla kapalverksmiðja Nokia og setning ljóstæknimótsins var í leiklistarsafni Finna. Ég vara að sjá endanlega dagskrá í fyrsta skipti þegar við vorum að leita að því hvenær Sigurður Einarsson ætti að flytja sitt erindi. Þá sá ég mitt nafn og er mér ætlað að stýra einum af fjórum framsöguhópum - að mér forspurðum - hópnum sem Siggi er í.

Í kvöld vorum við í dómnefnd Norræn ljóstækniverðlaunanna gripin í vinnu með hópi frá Jyväskylä og Birmingham í Guirella Lighting. Fórum við á 4 staði með risa "vasaljós" og filtera og lýstum upp nokkur hús, ma. þjóðleikhúsið og dómkirkjuna og fjöldinn horfði á og aðrir tóku myndir. Miðað við fyrstu sýn tókst þetta bara vel. Þaðan fórum við í móttöku í kapalverksmiðjuna. Ágætur en þreytandi ferðadagur á enda.


Vanda sig :)

Er það ekki FH sem er með 44 stig, ekki Fram? Wink
mbl.is FH vann Blika 3:0 og á enn möguleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn unga eða ungbörn

Hvar er hreintungustefna Morgunblaðsins? Er ekki verið að segja frá ungbörnum (ekki ungabörnum)? Svona orð set ég í safn með "barnaborgurum" og öðrum orðskrípum og kýs annað í mína borgara.

En segir þetta ekki okkur foreldrum að fara varlega að troða lyfjum í börnin okkar í hvert skipti sem þau fá hitavott. Sennilega er alltof lítil almenningsfræðsla um viðbrögð við algengum sjúkdómum en fólk treystir orðið of sjaldan á eigið hyggjuvit og þorir ekki öðru en að gefa börnunum lyf sem oft eru í besta falli alveg óþörf.


mbl.is Paracetamol getur orsakað astma hjá börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg fréttamennska

Ekki veit ég hvort Mogganum sé að fara aftur með nýjum ritstjóra, ekkifrétt aðalforsíðufrétt dagsins og önnur frétt sem segir "Hafnfirðingar flemtri slegnir", jú það voru Hafnfirðingar sem voru flemtri slegnir en ekkert kemur fram í fréttinni að það sé algild skoðun Hafnfirðinga.

Nú er svo vitnað í Sigurð Helgason, mætan mann hjá Umferðastofu en svo kemur í ljós að hann hefur ekki kynnt sér málið nægilega. Átti þá ekki að bíða með að vitna í hann? Er ekki öllum ljóst að gætilega á að fara með umferð framhjá skólum?

Málið virðist hins vegar vera það að óánægðir foreldrar barna í Hvaleyrarskóla treysta greinilega ekki bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði til að takmarka umferð stórra bíla þarna um! Hins vegar er ekkert verið að spyrja bæjarbúa hvort þarna sé ekki verið að setja löngu tímabæra tengingu á milli hverfa og minnka þannig umferð annars staðar framhjá íbúðarhúsum.


mbl.is Nauðsynlegt að fara að öllu með gát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband