11.8.2008 | 18:08
39% meðallestur á Mogganum
Svo segja menn að það sé best að auglýsa í Mogganum! Meðallestur Moggans er 38,7% á meðan meðallestur Fréttablaðsins er 64,8%. Nú væri reyndar gaman að vita hver meðallestur Fjarðarpóstsins www.fjardarposturinn.is er á sínu heimasvæði. Ég er ekki í nokkrum vafa, hann er miklu meiri en hvors þessara blaða.
Í allri verðbólgunni, gengishækkunum og fjármálaáföllum er þó ekki hægt að saka prentmiðlana um okur, verðið hefur lækkað eða staðið í stað á síðustu 6-7 árum. Á sama tíma hefur allur tilkostnaður hækkað verulega og því ekki skrýtið að menn taki til hjá sér og aðrir hiksta á útgáfunni.
![]() |
Svipaður lestur dagblaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2008 | 17:43
Gott að áhugi sé fyrir mærumessu en enginn áhugi á glæsilegu landsmóti skáta sem stendur yfir í heila viku.
Aðstandendur mærudaga geta verið hreyknir að hafa fengið a.m.k. fréttir á mbl.is á sama tíma og glæsilegt, fjölmennt Landsmót skáta hefur aðeins fengið eitt myndskeið (23. júlí sl.). Þar hafa að vísu ekki verið neinar annir lögreglu (ekki sést á staðnum) og enginn verið til vandræða.
Með kveðju frá glæsilegu Landsmóti skáta að Hömrum við Akureyri. Sjá myndir og myndskeið á www.skatar.is
![]() |
Mærumessa í bongóblíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2008 | 17:30
Jóhannes í Bónus fékk silfurmerki skátahreyfingarinnar
Jóhannes í Bónus fékk silfurmerki Bandalags íslenskra skáta fyrir frábæran stuðning við skátastarfið á hátíðarvarðeldi á Landsmóti skáta sem nú stendur sem hæst að Hömrum við Akureyri. Jóhannes hefur verið mjög rausnarlegur við skátahreyfinguna með fjárframlögum og m.a. styrkt einn starfsmann bandalagsins undanfarið. Mikilvægast var þó það sem Jóhannes sagði opinberlega þegar hann veitti skátahreyfingunni styrk en þá sagði hann skátahreyfinguna vera gleymda hreyfingu þegar kæmi að stuðningi við æskulýðs- og uppeldishreyfingu.
Við athöfnina í gær sagðist Jóhannes vona að fleiri fyrirtæki áttuðu sig á góðu starfi skátahreyfingarinnar og yrðu duglegri að styðja hið mikla og merkilega starfs sem þar væri unnið. Fram kom í gær að Jóhannes var sjálfur skáti á unga aldri og veit því af reynslu hvað hann er að tala um.
27.7.2008 | 14:33
Heilt naut grillað á heimsóknardegi á Landsmóti skáta
Í gær var heimsóknardagur hér á Landsmóti skáta. Þúsundir manns komu á svæðið og dvöldu í lengri eða styttri tíma. Gestir fengu að smakka á kjöti af nauti sem var grillað í heilu lagi og tók grillunin um 20 tíma! Skátafélögin tóku á móti gestum, buðu upp á eitthvað úr sínu bæjarfélagi og og virtist gestum hafa líkað vel. Hápunktur dagsins var hátíðarvarðeldur með söng og skemmtiatriðum að skátasið. Stórskemmtilegt var að sjá þegar krakkarnir þyrptust að sviðinu að varðeldi loknum en þá hófst diskótek og iðaði allt af lífi lengi frameftir.
Það er greinilega mikill kraftur í skátastarfinu og fullorðnir sýna sífellt meiri áhuga, enda hafa þeir áttað sig á því að þeir geti skemmt sér konunglega með fjölskyldu sinni og að sjálfsögðu án áfengis.
Nýjar myndir má sjá á www.skatar.is
25.7.2008 | 14:30
Skandall hjá skátum á Landsmóti
Það er ekki að spyrja að tækninni hjá skátunum. Ef þú hefur haldið að menn hafi samskipti með merkjaflöggum og reykmerkjum, þá er það mesti misskilningur. Nú er ég t.d. í sambandi í gegnum gervihnött og allt í kringum mig heyrist í talstöðvum og hér eru þúsundir takka sem ég þori ekki að snerta. Nú eru talstöðvarnar ekki lengur bara í stórum tækjum, heldur sitja menn við tölvu tengda með gervihnetti til Þýskalands og þaðan með ljósleiðara til Íslands við tölvu í Reykjavík og spjalla við fólk í gegnum tölvuna með Skype. Einhver kann að spyrja af hverju menn nota ekki bara Skype, þá veit ég ekki svarið en líklega eru ekki allir með tölvu úti á sjó og uppi á fjöllum.
Ég komst inn á blaðið sem ég er búinn að vera áskrifandi er í 30 ár og vildi skoða hvað það hefði að segja um þetta glæsilega Landsmót skáta. - Ekki orða á mbl.is - skandall. Greinilegt er að það væri meira spennandi ef veðrið væri brjálað og tjöldin féllu, skátarnir væru drukknir og foreldrarnir til vandræða. Vonandi að ljósvakamiðlarnir séu meira vakandi en skátamót er skemmtilegur efniviður fyrir fjölmiðla.
Vel tengdur við gervihnött í góði boði Radíóskáta mun ég reyna að blogga héðan úr sólinni, þar sem illa sést á tölvuskjáinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 11:37
Yndislegt á Landsmóti skáta
Eflaust hefur þú lítið heyrt um Landsmót skáta í fjölmiðlum. Það væri þá eftir bókinni. Þar dvelja þúsundir skáta í samfélagi sem þeir hafa sett upp að Hömrum innan við Akureyri. Skátar frá öllum skátafélögum landsins auk fjölmargra skáta víðs vegar að úr heiminum gista í tjöldum og taka þátt í spennandi fjölbreyttri dagskrá og setja svip á Akureyri og umhverfi.
Við fjölskyldan komum hingað á miðvikudag, en mótið hófst á þriðjudag og stendur í viku. Tveir strákanna voru farnir norður enda í foringjastöðum hjá Hraunbúum og hafa verkefni að vinna á mótinu. Við erum því 7 hérna, einn er heima með fjölskyldu sinni og missir af miklu (og við söknum þeirra).Fjölmargir eldri skátar og fjölskyldur skátanna dvelja í sístækkandi fjölskyldubúðum. Boðið er upp á skemmtilega valdagskrá sem allir geta tekið þátt í og víkingabúðirnar sem eru vel mannaðar ef Hafnfirðingum eru geysilega vinsælar. Ég var þar í gær og er ekki alveg viss eftir á hvort ég var að vinna eða leika mér, svo gaman er að hjálpa til á póstum.
Veðrið er ekki að svíkja okkur og stuttbuxur eru mest notaðar.´
Sjá myndir hér og á www.skatar.is/landsmot
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 00:36
Eru blaðamenn dottnir í fasteignasölufrasana?
"Um Icelandair þotu er að ræða.." Hvers konar tungumál er þetta? Af hverju þarf að segja "um er að ræða" í næstum hverri frétt? Eru allir blaðamenn að detta í fasteignasölumannafrasana og íþróttafréttamannatungumálið?
![]() |
Lendingin gekk vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2008 | 01:17
30 ára hjónaband
30.6.2008 | 16:09
Loksins jákvæðar fréttir af reykingarbanni
Það er gaman að sjá að blaðamenn eru að byrja að sjá að sér og hampa ekki bara neikvæðum áhrifum reykingarbanns og er skemmst að minnast þess hversu Kormáki nokkrum veitingamanni og grátklökki hans hefur verið hampað á kostnað frétta af jákvæðum áhrifum reykingarbanns.
Reyndar er með ólíkindum að heimilt sé að flytja inn og selja þetta vanabindandi eitur.
![]() |
Reykingabann hefur víðtæk áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2008 | 13:29
Er Keilir og GK ekki það sama?
![]() |
Ísland í neðsta sæti á Írlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |