22.2.2008 | 15:43
Heppin - hefði getað farið ver

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 16:15
Hver kaus þessa menn?
![]() |
Vilja leyfa reykingaherbergi á skemmtistöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2008 | 21:22
Af hverju er betri snjór annars staðar?
Þegar ég skrifa þetta, sit ég í vellystinginum á hóteli í Selva Val Gardena, nýbúinn að skíða og ferðast í lyftum í yfir 60 km á einum degi. Á Íslandi er allra veðra von, stundum er snjór og stundum er rigning. Sagt er að á Íslandi eru köld sumur og hlýjir vetur. Það eru orð að sönnu.
Hér í Val Gardena er skíðað í yfir 2000 m hæð. Selva, bærinn er í um 1600 m og efstu skíðasvæðin eru í um 3400 m hæð en þangað má fara í Þyrlu eða í gondólum. Allt er troðið síðla dags, snjóvélarnar dæla snjó á brautirnar og nýjustu tækin geta búið til snjó í 2°C. Hér er veðrið mjög jafnt og því er þetta kjörið svæði fyrir skíðaunnendur enda koma hingað milljónir manns á hverjum vetri.
Við hjónin erum að koma hingað í þriðja sinn og alltaf er jafn gaman. Færnin eykst og brekkurnar verða því betri. Sólin skín og því hraðar sem skíðað er, því ferskari verður vindurinn sem blæs í andlitið. Rúmlega 87 km hraði er hressilegur og gott að vita að hjálmurinn situr vel á höfðinu. Í fjöllunum eru veitingastaðir sem selja fjölbreytta rétti á sanngjörnu verði og væri gaman ef íslensku vegasjoppurnar fengu eitthvað af því sem S-Týról hefur upp á að bjóða.
22.1.2008 | 15:49
Þessar norsku kerlingar ..
"Þessar norsku kerlingar.." "Þeir eru ekki hliðhollir okkur þessir norsku dómarar" og fleira í þeim dúr. Þurfa íþróttafréttamenn ekki að vanda sig betur?
![]() |
EM: Átta marka tap gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2008 | 18:35
Væri það ekki ráðherrann sem ætti að segja af sér?
![]() |
Dómnefnd segist sitja áfram þrátt fyrir óvandaða stjórnsýslu ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2008 | 17:39
Bringusundlaugin
Þetta er nú með skemmtilegri myndum sem jafnréttisbaráttan tekur á sig. Mikið eigum við karlmenn gott að hafa getað þanið beran brjóstkassann í marga áratugi. Ég minnist nú reyndar mynda af sundmönnum og konum þar sem eini munurinn á sundfötum var fjöldi hlýra, karlmenn voru flestir með einn en konur tvo.
Vonandi verður okkur ekki gert að minnka umfang sundskýlunnar niður í þvengbuxur kvennanna, mér yrði allavega ekki skemmt að sjá karlana þannig klædda.
En ég legg til að hinn framsækni bæjarstjóri í Hafnarfirði taki þetta upp í nýju sundmiðstöðinni sem nú er leitað að nafni á. Kannski gæti laug þar sem berja má konubrjóst augum heita Berjalaug, Brjóstalaug eða þá bara Jafnréttissundhöllin svo ekki sé minnst á Bringusundlaugin.
Annars vekur nafnið á bæjarfélaginu sænska, kátínu í þessu sambandi, sem upp á íslensku lesist sund-svall :) Varla var það tilgangur "Bara bröst" fólksins.
![]() |
Ber brjóst leyfð í Sundsvall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.1.2008 kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2008 | 19:08
Gleðilegt ár!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2008 | 16:41
Vindurinn sá um reykræstingu

![]() |
Eldur í húsi í byggingu í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2007 | 01:49
Nýtt tilbrigði af "um er að ræða" fári blaðamanna
"Ræðir þar umlestina sem gengur frá Pudong-flugvelli í Shanghai til fjármálahverfis borgarinnar. Kemst sú upp í 430 km hraða.
Ekki ætla ég að tjá mig um lestamálin þó mér finnist ég hafa heyrt um slíka tilraunalest í Þýskalandi sem nýtir segulsviðið (og straumur var aðeins á teinunum þar sem lestin var). Ég er hins vegar búinn að fá svo mikinn leiða á "um er að ræða" fári blaðamanna að ég hrökk við þegar ég sá þetta undarlega afbrigði af fárinu "ræðir þar um". Það er í sjálfu sér ekkert að því að nota orðatiltakið "um er að ræða.." en það þarf ekki að nota það í tíma og ótíma. "Þetta er.." kemur að alvega sama gagni og eflaust nota þeir sem haldnir eru þessu fári það þegar þeir mæla frá hjartanu. Eitthvað virðist breytast þegar rita þarf niður texta og þörfin á "um er að ræða" verður óbærileg.
Legg ég til að blaðamenn fari í "um er að ræða" bindindi í a.m.k. einn mánuð. Íslenskan er rík af hugtökum og óþarfi að tönglast á þeim sömu.
![]() |
Ofurlest á 500 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2007 | 17:44
Ljósin í myrkrinu
Nú er dimmasta tíð á Íslandi. Ekki svo að ástandið sé svo slæmt - nei nú nýtur minnstrar sólar við. Sums staðar sést engin sól, þar sem fjöllin hindra aðgang hennar að hjörtu manna. Það er því kannski ekki svo undarlegt að fólk kveiki víða ljós í þessu svartasta skammdegi.
En stundum getur verið of gert. Myrkrið er dásamlegt því það er grundvöllur þess að við getum notið birtunnar. Það má því segja að myrkrið sé fyrir okkur fólkið eins og stiginn er fyrir málarann. Þegar búið er að þekja strigann með öllum litum sést vart þó enn meir sé bætt við. Ef við setjumst inn í myrkvað rými og kveikjum á einu kerti, lifnar allt við og við sjáum bæði fólkið sem er með okkur og jafnvel allt rýmið. Allt breytist við þetta litla ljós. Ef við sitjum inn í sama rými, uppljómuðu af rafljósum og kveikjum á sama kerti gerist lítið. Þetta litla kerti breytir litlu vegna þess að við eigum svo mikið ljós.
Sama er með líf okkar.
Gleðileg jól
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)