6.3.2008 | 19:58
Kominn með pungapróf
Þá er maður fær í flestan sjó - og það bókstaflega því í hádeginu fékk ég afhent prófskírteini sem segir að ég má sigla skipum upp að 30 brúttólestum. Verð ég þá löglegur þegar ég sigli 2,2 brúttólesta trillunni okkar Gylfa í sumar. námskeiðið var bráðskemmtilegt, hópurinn var skemmtilegur og fjölmargt sem lærðist um siglingar.
Það voru tveir hópar sem voru útskrifaðir í dag. Jón B. Stefánsson, skólameistari hélt smá tölu og afhenti okkur prófskírteini og svo var okkur öllum boðið í mat í matsal Fjöltækniskólans. Jón fræddi okkur um það að Sjómannaskóli Íslands sem skóli hefur aldrei verið til, húsnæðið fékk þetta nafn í upphafi! Þetta vissi ég ekki. Þá er bara að drífa sig í Björgunarskólann í vor og treysta á að björgunarmálin verði í betra lagi þar en þegar nokkrir voru næstum dauðir úr vosbúð í vetur.
Menntun og skóli | Breytt 7.3.2008 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 13:24
Svona er ekki vandamál í Hafnarfirði - þar er bara greitt
Í nýlegu máli í Hafnarfirði, framkvæmdum við æfingasvæði golfklúbbsins Keilis, var mjög svipað upp á teningnum og framúrkeyrslan og aukaverkin vor gríðarleg. Greinilega er fjárhagurinn betri og aðhaldið minna þar því þetta greiddu bæjaryfirvöld nær umyrðalaust. Aðeins mátti heyra í fulltrúa minnihlutans sem gaf svo eftir og þorði ekki að standa harður á meiningu sinni.
Auðvitað er ekki hægt að láta sjálftöku á skattfé borgaranna líðast.
![]() |
Vissu um framúrkeyrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2008 | 18:27
Er þá í lagi að aka edrú á brunahana?
Skemmtileg fyrirsögn
![]() |
Sekt fyrir að keyra ölvaður á brunahana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2008 | 23:40
Rok í sveitinni minni!
Hann fór illa nýi bústaðurinn hans frænda míns á Fitinni í Fljótshlíðinni. Í rokinu um miðjan febrúar fauk þakið af og síðan splundraðist bústaðurinn sem er (var) harðviðar bjálkabústaður, gríðarlega þungur. Við skoðun kom í ljós að festingar á þaki höfðu verið alls óviðunandi en hann keypti sýningarhús, samsett af Húsasmiðjunni. Hafa þeir tekið vel í bætur sem betur fer en það hlýtur að vera skelfilegt að lenda í svona.
Sagt er að vindur hafi farið í 46 m á sekúndu á Sámstöðum sem er ekki langt þarna frá.
Á meðfylgjandi mynd sem Erling bróðir Hlyns tók er Hlynur að tína heillega smáhluti úr bústaðnum.
28.2.2008 | 15:44
Eru holur ekki djúpar
![]() |
Lengsta borhola landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2008 | 11:57
Vangaveltur um jafnrétti
Ég vil byrja á því að óska Amal Tamimi til hamingju með að hafa sest í stól bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en hún er þriðji varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
En þessi frétt sem er unnin úr fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ vekur mig til umhugsunar um það hverju á að hampa og hverju ekki. Er þetta fréttnæmt vegna uppruna hennar? Eru ekki allir jafnréttir óháð uppruna, trúarbragða og kynferðis? Einhvern veginn finnst mér ekki jafnrétti komið á fyrr en menn hætta að telja það merkilegt að kona verði fyrsta konan til að gegna einhverju embætti eða að einhver sem ekki fæddist hér á landi gerði eitthvað. Ég fagna öllu jafnrétti og finnst ekkert tiltökumál að það virki í raunveruleikanum. Auðvitað telja menn þetta fréttnæmt vegna þess að þetta er ein staðfestingin þá því að jafnréttið er að virka. Það byggist reyndar á að viðkomandi hafi ekki verið valinn vegna uppruna síns, heldur aðeins vegna verðleika.
Mér fannst t.d. skemmtilegt að hugsa til þess að 50 ára sögu kvenna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var hampað á kostnað 100 ára sögu karla í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Reyndar verða ekki liðin hundrað ár fyrr en í júní og þá býst ég við að þeim áfanga verði hampað líkt og konunum.
Hins vegar er jafnrétti svo víðtækt. Ekki veit ég hvenær fyrsti aðflutti Hafnfirðingurinn settist í bæjarstjórn, fyrsti Húnvetningurinn o.s.frv. Mér er meinilla við að draga fólk svona í dilka. Konur og karlar eru ekki eins og að öllu jöfnu verður því ekki breytt. Hins vegar eru einstaklingarnir misjafnir og það þarf ekki litarhátt, þjóðerni eða slíkt til. Ég missti af því að hlusta á þennan bæjarstjórnarfund, verð að viðurkenna að ég steingleymdi honum, en ég hef hlustað á flesta bæjarstjórnarfundi sl. 6 ár. Mér hefði þótt merkilegra að heyra um það sem hún fjallaði í jómfrúarræðu sinni því ég veit að hún fjallaði um þjónustu við innflytjendur, þjónustusamning við Alþjóðahús og Grundvig verkefnið. Lengi lifi jafnréttið
![]() |
Fyrsti innflytjandinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 22:47
Í hvað stöðu er Hafnarfjarðarbær kominn í
Hún var athyglisverð fréttin í ríkisútvarpinu í kvöld og til fróðleiks birti ég hana hér:
Mega ekki selja OR hlut sinn í HS
Samkeppnisyfirvöld ætla ekki að heimila Hafnfirðingum að selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Tilkynnt verður um þetta á allra næstu dögum.
Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað 17. desember að ganga að tilboði OR frá í sumar, í tæplega 15% hlut bæjarins í HS. Virði hans er nærri 8 ma.kr. og átti að greiðast með peningum og hlutbréfum í OR. Hafnfirðingar ætluðu að halda eftir lítilsháttar hlut. Reykjanesbær á mest í HS, litlu meira en Geysir Green Energy, en Reykvíkingar eiga álíka stóran hlut og Hafnfirðingar í gegnum OR en yrðu nærri því á pari við Geysir Green ef hlutirnir kæmust á eina hendi. Aðrir eiga minna.
Nú er hins vegar ljóst að af sölunni verður ekki, því samkvæmt heimildum fréttastofu Sjónvarps hafa samkeppnisyfirvöld fellt sinn dóm og ætla ekki að heimila viðskiptin. OR eignast því ekki hlut Hafnarfjarðar í HS.
Um svipað leyti og OR bauð í hlut Hafnfirðinga í byrjun júlí gerðu stærri eigendur HS með sér samkomulag sem fól m.a. í sér að Reykjanesbær og Geysir Green myndu falla frá forkaupsrétti á hlut Hafnarfjarðar, yrði af sölunni. Smærri eigendur HS, (Grindavík, Sandgerði, Garður og Vogar), voru ekki með í samkomulaginu og hafa að undanförnu skoðað hvort þeir nýti sér forkaupsrétt á hlut Hafnfirðinga í fyrirtækinu. Úr því að OR er úr leik er því spurning hvort einhver hinna minni láti slag standa og kaupi hlut Hafnfirðinga.
Ef það reynist rétt að Samkeppnisyfirvöld stöðvi þessa sölu getur verið að Hafnarfjarðarbær sé í vondum málum. Er ekki búið að reikna með þessum peningum? Framkvæma á fyrir á sjöunda milljarð á þessu ári og menn hljóta að hafa tekið söluna á hlutnum í HS með inn í myndina. Reyndar er allt ferlið frá því Geysir green og OR fóru að kaupa í HS einn skrípaleikur. Af hverju seldi Hafnarfjörður ekki sinn hlut strax til OR fyrst þetta yfirverð bauðst og menn voru í söluhugleiðingum? Af hverju biðu menn svona lengi? Var stofnun á Suðurlindum skelfilega illa tímasett? Hún setti OR í varnarstöðu og sýndi jafnframt að menn ætluðu sér að fá meira en hlut Hafnarfjarðar í HS með í kaupunum. Virkjunarleyfi voru aldrei til sölu og því hefði stofnun Suðurlinda ekki átt að breyta neinu en gerðu það samt. Nú gæti Hafnarfjarðarbær verið í þeirri stöðu að geta ekki selt hlut sinn fyrir nærri því þá upphæð sem OR bauð og þá er spurningin hvor yfirhöfuð sér hagkvæmt að selja núna nema menn séu neyttir til vegna þeirrar fjárhagsstöðu sem Hafnarfjarðarbær er í.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu undarlega máli.
![]() |
Mega ekki selja OR hlut sinn í HS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2008 | 11:40
Það er munur á þögninni og hávaðanum
Í fjörugri umræðu um mótorhjól við Hvaleyrarvatn langar mig nefna að það er mikill munur á þögninni og hávaðanum. Er hægt að bjóða eigendum skátaskála við Hvaleyrarvatnið upp á svona hávaða sem heyra má hí meðfylgjandi hljóðskrá? Þetta er tekið upp fyrir utan skátaskálann í byrjun desember sl. - þó nokkuð langt frá hjólunum! Af hverju þurfa þessi hjól að vera svona hávær? Gilda ekki strangar reglur um skráð hjól? Ekki eru þarna ólöglega óskráð hjól?
25.2.2008 | 10:02
Vindmylla splundrast
Tíu ára gömul vindmylla splundraðist á föstudag við Hronslet, rétt utan við Árósa er bremsubúnaður hennar bilaði í miklu roki. Athyglisvert er að önnur vindmylla tapaði spaða á sunnudaginn og sama fyrirtækið ber ábyrgð á viðhaldi beggja vindmyllanna.
Sjá kvikmynd af óhappinu
24.2.2008 | 18:30
Ekki staður fyrir mótorhjól
Akstur torfæruhjóla á Hvaleyrarvatni hefur verið mörgu útivistarfólkinu til mikilla ama vegna hávaðamengunar. Enginn hefur fylgt eftir reglum sem gilda um heimild til takmarkaðs ísakstur vélhjólamanna og hér má sjá úr fundargerð Skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðarbæjar:
26. US060063 - Mótorcross við Hvaleyrarvatn
Tekið fyrir málefni akstur mótocrossmanna á Hvaleyrarvatni. Umhverfisnefnd/Sd 21 lagði 13.12.2006 það til við skipulags- og byggingarráð að sú heimild sem gefin var út af bæjarráði þann 26. janúar 2001 að heimila mótorcrossmönnum að nota Hvaleyrarvatn fyrir íþrótt sína verði afturkölluð. Enda sé það sýnt að þær takmarkanir sem fram koma í heimildinni séu ekki virtar og skv. birtu og samþykktu deiliskipulagi fyrir Hvaleyrarvatn og Höfðaskóg kemur fram í greinargerð: "Öll umferð vélhjóla og bifreiða verði bönnuð á vatninu og utan vega á svæðinu."
Umhverfisnefnd/SD21 leggur þó áherslu á að ekki sé lagt til að mótorcrossmenn verði sviptir æfingasvæði heldur strax gengið í það mál að útvega annað svæði þar sem minna ónæði verði af þeim og á þannig stað að skilgreind útivistarsvæði losni með öllu við ónæði af þessum toga.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir afgreiðslu Umhverfsinefndar/Sd21 um að lagt verði til við bæjarráð að draga heimild til baka sem gefin var út af bæjarráði árið 2001 og bendir jafnframt á að í lokavinnslu er nú svæði fyrir akstursíþróttir í Kapelluhrauni, þar sem m.a. er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ísakstur.
![]() |
Tveir menn féllu niður um ís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |