Skulda íslenskum karlmönnum afsökunarbeiðni

Ég sé ekki mun á jólaósk og jólakorti. Greinilegt er að Gísli er sáttur við þessa aðferð og því hljótum við að fordæma félagið fyrir svona vinnubrögð.

Þetta hjálpar ekki til að auka jafnrétti í þjóðfélaginu. Félagið skuldar íslenskum karlmönnum afsökunarbeiðni.


mbl.is Ekki um jólakort að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldar kveðjur femínistafélagsins til karla

„Askasleikir óskar sér þess að karlar hætti að nauðga" stendur á jólakorti Femínistafélags Íslands skv. þessari frétt. Þetta er köld jólakveðja til allra þeirra sem vilja jafnrétti í landinu. Femínistafélag er greinilega ekki í þeim hópi. Fagna ég því ef Félag ábyrgra feðra á Akureyri kæri félagið fyrir útgáfu kortsins enda er það særandi og móðgandi fyrir karlmenn.

Er með ólíkindum að nokkrum manni detti í hug að gera svona og þar að auki að blanda börnum inn í þennan áróður eins og gert er á kortinu. Nú er nóg komið. Sem jafnréttissinnaður einstaklingur gef ég frat í Femínistafélag Íslands og kref það um opinbera afsökun.


mbl.is Ósáttir við jólakort femínista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantraust á HS - trú á OR

Er ekki með þessu ljóst að meirihlutinn og VG hefur litla trú á framtíð Hitaveitu Suðurnesja en telur ábatasamt að fjárfesta í Orkuveitu Reykjavíkur. Það þótti hins vegar ekki ábatasamt þegar bæjarfélagið eignaðist hluti í OR vegna samninga eftir deilur um arðgreiðslur og byggingar Perlunnar.

Gaman væri að sjá rökstuðning fyrir þessu frá Samfylkingu og VG, ekki kom það fram í fundargerð bæjarráðs í morgun.


mbl.is Vilja fá bréf í OR í stað HS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng markatala

FH-Ragnhildur Rósa GuðmundsdóttirEkki veit ég hvað mikið er að marka þessa frétt. Leikurinn fór 24-21 fyrir Fylki ekki 34-21. Undir lok fyrri hálfleiks voru Fylkiskonurnar komnar með góða forystu, átta mörk þegar ég kom í hús en eftir það var leiðin bara upp á við og á tímabili munaði einungis 2 mörkum. FH-stúlkurnar voru óhræddar að skjóta á markið en mörg skotin fóru framhjá eða voru varin en mín kenning er að ekki verði skorað mark nema skotið sé að markinu! Stundum finnst manni eins og það sé ekki alltaf á hreinu í boltaleikjum. Hins vegar gerðu FH-stúlkurnar allt of mörg klaufamistök undir lok leiksins og það réði baggamun. Vonandi eru FH-stelpurnar að ná sér á strik og verður gaman að fylgjast með þeim eftir áramót.
mbl.is Fylkiskonur lögðu FH-inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég kaupi af björgunarsveit...

Er nokkur spurning hvar landsmenn versla flugeldana í ár? Styrkjum björgunarsveitirnar sem alltaf eru boðnar og búnar til að bregðast við þegar á þarf að halda - og rukka aldrei fyrir!

Sjáið síðar sölustaðina á www.flugeldar.is

 


mbl.is Veðrið setti allt úr skorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristilegt siðferði

Ég hrósaði menntamálaráðherra fyrir skeleggar skoðanir sínar á kröfum samtakanna Siðmenntar. Stend ég við það hrós að sjálfsögðu.

Nú ber svo við að nú vill hún ekki hugtakið "kristilegt siðferði" í lagatexta og ber við fyrirskipun Evrópudómstólsins. Hvað segir stjórnarskrá okkar? Hver er saga okkar? Er einhver sem hefur eitthvað á mót kristilegu siðferði? Sennilega ekki einu sinni félagsmenn Siðmenntar né Ásatrúarfélagsins. Hvað er þá að? Ráðherrann sagði í Kastljósi að alls ekki væri að gefa eftir fyrir minnihlutahópum og mætti svo alls ekki vera. En af hverju þá að taka það út. Það er svo skrýtið að aðgerðin að taka hugtakið út er sterkari en að hafa ekki sett það inn.

Ég veit ekki hvort það sé svo alvarlegt fyrir þjóðkirkjuna að fermingarfræðslan fari úr skólunum. Ég fékk mín fermingarfræðslu í kirkju og mín börn hafa fengið fermingarfræðsluna í kirkju og safnaðarheimili Fríkirkjunnar og sú fræðsla var mjög góð og eflist enn. En auðvitað eru það undarlegt ef ekki má sinna fermingarbörnum sem hljóta fræðslu vegna trúar sinnar og því vart hægt að tala um trúboð. Ég segi enn og aftur að minnihlutanum er enginn greiði gerður að hindra eðlilegt starf þeirra sem aðhyllast kristni og gaman væri að vita hversu margir "ekki kristnir" vilji banna að kristin börn fái sína fermingarfræðslu í skólanum.

Kannski erum við ekki vön fjölmenningu og að vinna saman með mismunandi trúarbrögð en boð og bönn hjálpa ekki. Skilningur á viðhorfum hvers annars er miklu mun mikilvægari en formsatriði. Það er hins vegar ekki það sama og vera samþykkur skoðunum annarra.

Látum þingmenn okkar ekki gelda fræðslulögin vegna hræðslu við alþjóðadómstólinn. Metum stöðuna út frá okkar eigin forsendum og tökum á málinu eftir þörfum.


Jólatónleikar Fríkirkjukórsins á sunnudag

Frik-gummiJólatónleikar Fríkirkjukórsins verða í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 17 á sunnudaginn.
Sungin verða létt og skemmtileg jólalög í bland við hátíðlega jólasálma.
Ásamt kórnum koma fram einsöngvarar og hljómsveit. Stjórnandi er Örn Arnarson.

Fríkirkjukórinn er léttur og skemmtilegur kór og Örn Arnarson hefur náð að skapa skemmtilega tónlistarstemmningu í Fríkirkjunni þar sem gítar og bassi fá að hljóma oftar en ekki. Ef einhver les í Fjarðarpóstinum á morgun "Góð aðventustund fyrir alla fjölskylduna kl. 17" þá er það ekki alls kostar rétt og ruglið skrifast á mig. Þar á að standa "Jólatónleikar Fríkirkjukórsins kl. 17".


Hvaleyrarvatn fyrir augað en ekki eyrað

Hvaleyarvatn er að verð ein af paradísum Hafnarfjarðar. Fallegar vetrarstillur og skýjafarið var fallegt um helgina en menn geta verið heppnia að myndin gefur ekki frá sér hljóð - hljóð frá mótorhjólum sem þeysast um vatnið.

Hvaleyrarvatn


Fyrirmyndarríkið - ríkin

Ekki kemur mér þetta á óvart. Bandaríki Ameríku eru að verða að tákni þess sem ég vildi ekki að einkenndi land sem í bý í. Ef ríkisstjórn Bandríkjanna og landsmenn geta losað sig við þörfina að hafa alltaf einhvern djöful að berjast við þá gætu málin farið að þróast á betri veg. Ung frænka mín bandarísk taldi varasamt að herinn færi þegar ég ræddi málið við hana stuttu áður en tilkynning kom um brotthvarf herliðsins á Keflavíkurflugvelli. - Þá kæmi einhver í staðinn. Ég hló og spurði hver ætti að hafa áhuga á okkur. "Kínverjar" sagði hún. Fyrrum skiptinemi, brasilískur, sem er við nám í alþjóðafræðum í Japan sagði það fásinnu, þeir hefðu engan áhuga og ekkert hingað að sækja. En frænka mín lét ekki segjast.

Það þarf ekki alltaf einhver djöfull að vera til að varast. Þetta er meinsemd í bandarísku þjóðlífi og ekki að undra að margir sofi með skammbyssu undir koddanum. Það var synd að þeir kunnu ekki að telja í Florida. Að Bush skyldi verða forseti er eitt það versta sem hefur komið fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina í langan tíma.

Ekki langar mig til lands þar sem fólki er tekið með þvílíkum grunsemdum.


mbl.is Fangelsuð í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarmálanefnd og Gríman

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar (ein þriggja manna nefnda bæjarins) telur eðlilegt að öll sveitarfélög sem reka atvinnuleikhús styrki Grímuhátíðina í hlutfalli við stærð þeirra.

Það hefur kannski farið fram hjá mér en ég hef ekki orðið var við að Hafnarfjarðarbær reki atvinnuleikhús nema að bæjarstjórnin sé kölluð leikhús hjá menningarforkólfunum. Hafnarfjarðarbæjar leggur óhemju fé í leikhús í Hafnarfirði skv. samningi við Menntamálaráðuneytið og Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð og Háðvör auk þess sem Leikfélag Hafnarfjarðar er líka styrkt, stórmerkilegt áhugaleikhús sem ekki er nefnt í bókun nefndarinnar.

Af því að við borgum svo mikið þá eigum við að borga meira? Skrítin rökhyggja. Er ekki kominn tími á einkafyrirtækin að styrkja verðlaun til leikhúsfólks. Fólk sem þangað kemur ætti að borga vel fyrir sæti sín og þá ætti þetta að vera létt þraut fyrir Grímuaðstandendur að halda sína hátíð. Reyndar finnst mér þetta svolítið sjálfhverf hátíð og kannski ætti menningarmálanefnd að huga sjálf að því að veita viðurkenningar til svo margra hér í bæ sem leggja sitt af mörkum til að efla menningu hér í bæ, af hvaða tagi sem hún er.

Ekki má gleyma að þessi sama nefnd klúðraði Hvatningarverðlaunum ferðamálanefndar þrátt fyrir að hafa fengið ágætis tillögur að endurbætur að þeim.

Gríman er fallin. Söfnum peningum í "Hús fólksins" þar sem hampa má fjölmenningu bæjarbúa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband