19.3.2009 | 10:38
Þorir að hafa skoðanir - var í Fjarðarpóstinum sem kom á netið í gær
Það verður fróðlegt að vita hvernig þessi leikur fer hjá Lúðvík, nær hann viðbótarmanni inn fyrir Samfylkinguna eða verður hann enn einn varaþingmaðurinn í bæjarstjórn?
Annars var frétt um þetta komið á netið í gær, sjá http://www.fjardarposturinn.is
![]() |
Lúðvík Geirsson í baráttusætið í Kraganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 10:16
OR dæmd til að standa við samninga við Hafnarfjarðarbæ
Úr dæmi Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun
D Ó M U R
Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 2009 í máli nr. E-3120/2008:
Hafnarfjarðarkaupstaður
(Stefán Geir Þórisson hrl.)
gegn
Orkuveitu Reykjavíkur.
(Þórunn Guðmundsdóttir hrl.)
Mál þetta, sem var dómtekið 9. mars sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Hafnarfjarðarbæ, Strandgötu 6, Hafnarfirði, á hendur Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, Reykjavík með stefnu birtri 28. apríl 2008.
Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 7.643.300.818 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 20. desember 2007 til greiðsludags gegn afhendingu á 896.154.577 hlutum í HS Orku hf. og 195.745.540 hlutum í HS Veitum hf.
Til vara að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.419.470.152 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 20. desember 2007 til greiðsludags.
Í báðum tilvikum er þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda.
DÓMSORÐ
Stefndi, Orkuveita Reykjavíkur, greiði stefnanda, Hafnarfjarðarbæ, 7.643.300.818 kr. með dráttarvöxtum frá 28. apríl 2008 gegn afhendingu á 896.154.577 hlutum í HS Orku hf. og 195.745.540 hlutum í HS Veitum hf. og 1.500.000 kr. í málskostnað.
Sigrún Guðmundsdóttir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 17:57
Æi, aumingja mennirnir - græddu þeir ekki nóg á SPH?
Á græðgin sér engin takmörk?
Væri ekki nær að skoða hvernig ábyrgðarmennirnir eignuðu sér stofnfjárhlutina?
![]() |
Karl Georg sýknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 17:54
Tveir listar og sjálfkjörið?
![]() |
Nýtt bankaráð Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 12:19
Hvað er Garðbæingur að gera á Suðurlandi?
Enn eitt dæmi um afbökun á reglum um framboð. Ætlar hún svo að gera eins og Árni Matt sem leigir hús á Suðurlandi og býr áfram í Hafnarfirði og notar alla þjónustu en borgar skatta á Suðurlandi.
Þetta er spilling og ekkert annað og aumt að stjórnmálamenn leggist svona lágt.
Það er hroki af verstu gerð að halda að heilt kjördæmi hafi ekki frambærilegan frambjóðanda.
úr lögum nr. 21:
1. gr. Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.
4. gr. Enginn getur átt lögheimili hér á landi á fleiri en einum stað í senn. Leiki vafi á því hvar telja skuli að föst búseta manns standi, t.d. vegna þess að hann hefur bækistöð í fleiri en einu sveitarfélagi, skal hann eiga lögheimili þar sem hann dvelst meiri hluta árs. Dveljist hann ekki meiri hluta árs í neinu sveitarfélagi skal hann eiga lögheimili þar sem hann stundar aðalatvinnu sína enda hafi hann þar bækistöð. Það telst aðalatvinna í þessu sambandi sem gefur tvo þriðju hluta af árstekjum manns eða meira.
Dveljist maður hérlendis við nám utan þess sveitarfélags þar sem hann átti lögheimili er námið hófst getur hann átt lögheimili þar áfram enda hafi hann þar bækistöð í leyfum og taki ekki upp fasta búsetu annars staðar.
[Manni, sem flyst á dvalarheimili aldraðra, er heimilt í allt að 18 mánuði frá flutningi að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi sem hann hafði fasta búsetu í áður.]1)
Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra.
Verði eigi skorið úr um fasta búsetu manns skv. 2. og 3. mgr. skal maðurinn sjálfur ákveða hvar lögheimili hans skuli vera. Geri hann það ekki ákveður Þjóðskráin það.
![]() |
Ragnheiður Elín sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 12:13
Reykvíkingar í tveimur efstu sætunum í SV-kjördæmi!!??
Hvaða bull er þetta að menn geti boðið sig fram hvar sem er? Eru menn ekki búnir að fá nóg af svona sýndarmennsku. Við kjósendur erum bundnir heimahögum en frambjóðendur ekki!
Af hverju eiga þá VG menn að bjóða sig fram á lista Sjálfstæðismanna?
Guðfríður Lilja býr í 101 Reykjavík
Ögmundur býr í 107 Reykjavík
Ef þið treystið ykkur ekki í framboð á ykkar heimasvæði, þá finnið ykkur einhveja aðra vinnu.
![]() |
Ólafur Þór í þriðja sæti VG í Kraganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 20:24
101 Reykjavík maður í Kraganum ????
Alveg er það ótrúlegt að á meðan við kjósendur erum bundnir í okkar kjördæmum geta þeir sem bjóða sig fram komið hvaðan sem er!
Á enn eina ferðina að brjóta ákvæði laga um lögheimili eins og þegar Árni Matt "flutti" í Þykkvabæinn?
Það er ótækt að þessu hafi ekki verið breytt í kosningalögum! Kannski hefði það ekki þurft, kannski þarf bara aukið siðferði stjórnmálamanna, það er ekki ætlast til að fólk hlaupi á milli kjördæma.
Hjá VG í Kraganum komu a.m.k. 4 úr Reykjavík!
Getur einhver útskýrt fyrir mér rök fyrir svona vitleysu?
þáttur Lúðvíks og sjálfstæðismanna
Svo er gaman að velta fyrir sér slökum árangri Lúðvíks Geirssonar (ef þá hægt er að tala um slakan árangur því þetta er fléttulisti og kannski hefur hann í raun lent í 2. sæti og líklega fékk hann flest heildaratkvæði) . Voru efstu menn Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að berjast gegn því að hann færi á þing og úr bæjarstjórastólum? Það var svolítið sérstök tímasetning á upphlaupi Rósu Guðbjartsdóttur um kostnað við Ásvallalaug en enn undarlegri tímasetning vinar míns Haraldar Þórs Ólasonar á grein um fjármál Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Af hverju setti hann greinina í Morgunblaðið sem kemur eflaust ekki nema í nema annað hvert heimili? Af hverju skrifaði hann ekki í bæjarblaðið sem er sent inn á öll heimili?
Vildu þau halda Lúðvík í bæjarstjórastólnum?
![]() |
Árni Páll sigraði í Kraganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.3.2009 | 17:07
Gegn samkeppni?
Ekki veit ég hvort fréttin er ekki vel skrifuð en ég hnýt um "hefði ekki verið víðtækara en nauðsynlegt hafi verið til að varna samkeppni"
Hæstiréttur passar upp á að fyrirtæki geti varnað samþykki og samkeppnisstofnun berst fyrir samkeppni.
![]() |
Braut gegn samningi með störfum fyrir samkeppnisaðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 12:18
Sjö konur og aðeins þrír karlar
![]() |
Keik og stolt í sjötta sætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 01:27
Hvar er þessi "lögreglan í Reykjavík"? Voru þeir í fjargæslu
![]() |
Fáfnismenn fagna í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)