Þá hlýtur hún að hleypa öðrum að - besta mál

Hvernig stendur á því að fólk sem játar á sig mistök vill fá að starfa áfram? Er þetta svona gott og öruggt starf?

Annars er lítið betra að fylgjast með fv. stjórnarandstöðuflokkunum. Það er greinilegt að allir voru með tillögur um það sem ætti að gera og gera ekki en enginn var búinn að hugsa málið til enda. Lenda svo í ógöngum þegar þeir komast í ríkisstjórn.


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað finnst skólastjóranum hrottaleg árás?

Það alvarlegasta í þessu máli er að hinir sem voru viðstaddir skyldu ekki blanda sér í slagsmálin. Hvenær hættu samnemendur að stía slagsmálahundum í sundur?

Hins vegar skil ég ekki orð skólastjórans.

Heilahristingur, bólgur, heyrnatruflanir og lausar tennur.  - Skólastjóranum finnst það líklega ekki hrottaleg árás ef hún sjálf hefði verið í sporum drengsins?


mbl.is Blóðug slagsmál skóladrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum bara traðka á íslensku þjóðinni - á skítugum skónum

"Ég vil ekki leita réttar míns - ég vill vera vinur þinn!"  Er það svona sem nýja ríkisstjórnin hugsar? Á að láta Bretana vaða yfir okkur á skítugum skónum án þess að gera neitt í því? Geir hafði ekki manndóm í sér að hringja aftur, var eins og feiminn ástfanginn unglingur sem guggnaði á fyrstu hindrun.

Á að láta þjóðina greiða tap annarra, greiða tap vegna útrásarvíkinganna og að taka á sig hækkanir lána heimilanna vegna alls þessa og handónýts verðtryggingarkerfis.

Eigum við ekki bara að óska þess að verða sett undir bresku krúnuna? Erum við bara ekki með handónýta pólitíkusa og "sérfræðinga" sem hafa enga pólitíska ábyrgð?


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræddur, reiður, glaður, grimmur

Það var gaman að fylgjast með Davíð Oddssyni í Kastljósi í kvöld. Sjá hvernig hann breyttist úr hræddum opinberum starfsmanni í reiðan, svo glottandi og síðast grimman stjórnanda sem var búinn að stjórna umræðuþætti og gera að sínum.

Ég var tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir hann, hjálpa honum í kosningaslag og kjósa hann sjálfur þar til ég opnaði útidyrnar og ferskur blærinn streymdi um andlit mér. Þvílíkur dáleiðslukóngur hann Davíð. Ekki er ég dómbær á það sem hann sagði og ekki hjálpaði spyrillinn mér á þeirri leið og verður fróðlegt að heyra álit þeirra sem þykjast til þekkja. Hins vegar er alveg ljóst að þessi mál eru ekki svart hvít frekar en annað í lífinu. Enginn er saklaus og vinnubrögð minnihlutastjórnarinnar eru á margan hátt fljótfærnisleg og ótrúlega klaufaleg, ekki síst í málefndum Seðlabankans.

En ég fer ekki ofan af því að Davíð átti að hætta strax, hafi hann þá hugsað um hag bankans og þjóðarinnar. Þá væri einn af reyndustu mönnum bankans ekki að fara í norska seðlabankann. En það má ekki kosta hverju sem er til við að koma honum í burtu.


Hugsið ykkur hvað þessir bankastjórar gætu einfaldað málin með afsögn!

Svo reyna þeir að klína þessu á stjórnmálamennina. Þarna hefði Eiríkur betur litið í eigin barm og skoðað hvað hann gæti gert til að auðvelda aðgerðir í fjármálavanda Íslendinga.

Að þeir skuli þrjóskast við og sitja sem fastast í andstöðu við a.m.k. stóran hóp þjóðarinnar.


mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er að vera Íslendingur í Bandaríkjunum?

Er ekki eðlilegt að bera þetta saman við land frjálræðisins Bandaríkin? Hvernig er að vera Íslendingur þar? Blaðamaðurinn hefur þó blessunarlega verið laus við að vera hnepptur í fangelsi eins og þeir sem dvalið hafa of lengi í Bandaríkjunum hafa mátt þola.

En svona á ekki að meðhöndla fólk!


mbl.is Farðu heim, góði minn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi að kynið ráði launum - Þó 42% betri árangur en 2006

Það er óþolandi að fólki skuli enn vera mismunað í launum vegna kynferðis og treysti ég á það að þessi óskýrði launamunur sé óskýrður í raun. Það er ekki fullt jafnrétti fyrr en hætt er að horfa til kyns fólks við ákvörðun launa hvað þá vegna annarra ákvarðana sem ekkert hafa með kyn að gera.

Hins vegar er ég algjörlega mótfallinn hvers kyns kynjakvótum sem er gróft brot á jafnrétti einstaklinga. Enginn á að gjalda kynferðis síns.


mbl.is Óútskýrður launamunur 7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir við háar greiðslur til lækna voru ekki kynntar! Sjá viðtal við Guðlaug Þór í Fjarðarpóstinum

Hvergi í kynningum á breytingum á St. Jósefsspítala komu fram athugasemdir um háar greiðslur til lækna. Guðlaugur nefnir þetta í viðtali í Fjarðarpóstinum 12. febrúar sl.
mbl.is Guðlaugur vildi ekki ofurlaun lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hann að hleypa Lúðvík að í formanns- eða varaformannsslag?

Þegar Gunnar gaf kost á sér til Alþingis hafði ég skrifað í leiðara að það væri Lúðvík sem stefndi á þing og að Gunnar yrði bæjarstjóri í Hafnarfirði. Er Gunnar að leiðrétta mistökin og er hann með þessu að gefa pláss fyrir Lúðvík Geirsson í þingslaginn en Lúðvík hefur verið orðaður við formennsku og varaformennsku í Samfylkingunni (þó ekki bæði eins og grínistar lesa þetta örugglega).

Þá myndast aftur pláss fyrir Gunnar í bæjarstjórn og tæki hann þá við bæjarstjórastólnum af Lúðvík. Gunnar er verkfræðimenntaður og rak fyrirtækið Aðalskoðun með sóma ásamt öðrum og sennilega væru þessir tveir ágætu einstaklingar þá á réttari hillum en nú.

Gunnar, það er stórmennskulegt af þér að víkja til hliðar þó mér finnist sú ástæða sem þú nefnir vera alltof léttvæg og eigi ekki við. Gangi þér allt í haginn.


mbl.is Gunnar sækist ekki eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin okkar eiga að hafa jafnan rétt - óháð kyni - og óháð kynjakvóta

Hvað er jafnrétti, jú, jöfn réttindi til einhverra hluta. Jafnrétti kynjanna er því að konur, jafnt sem karlar hafa sinn rétt óháð kyni. Þýðir það þá að alls staðar eigi að vera jafn margar konur og karlar? Nei, ekki aldeilis. Sjálfur á ég sex stráka og verð seint kærður fyrir brot á jafnréttislögum. Nýverið bárust fréttir af brölti Samfylkingar­manna sem ekki vildu tryggja konu annað af efstu 2 sætunum og gengu þá konur á dyr. Þær ætluðust sem sagt til að kynferði þeirra réði hvar þær enduðu á framboðslista. Er þetta jafnrétti? Nei. Í jafnréttisbaráttunni (lesist kvenréttindabaráttunni) gleymist oft réttur hvers einstaklings. Það er undarlegt að ef ekki á að skipta kyn manna þá þurfi annað kynið að víkja vegna þess að ekki séu jafn margir frá hvoru kyni. Greyið Mörður Árnason varð t.d. fyrir barðinu á þessu. Konur eru að verða í stórum meirihluta í kennarastétt, a.m.k. í grunnskólum. Enginn segir neitt við því þrátt fyrir að þar geti spilað inn uppeldisleg mark­mið. Auðvitað hlýtur að vera eðlilegt að ákveðnar stéttir verði ekki karla- eða kvennastéttir eingöngu og auðvitað hlýtur það að vera jafn áhugavert fyrir konur sem karlmenn að taka þátt í stjórnmálum. En þetta er einstaklingsbundið val og hver og einn hefur líka rétt á að taka ekki þátt.

Aukið fæðingarorlof hefur gefið konum sem vilja taka virkan þátt í atvinnulífinu mun auðveldara fyrir en áður. Nú er frekar viðurkennt að kona í áhrifastöðu taki sér frí vegna barnseigna enda er geysilega mikilvægt að foreldrar geti verið sem lengst heima með börnum sínum. Eðlilegri krafa er að foreldrar verði lengur heima frekar en að hægt sé að koma börnum á leikskóla fyrr. Það er börnunum að jafnaði fyrir bestu. En ekki gleyma að börnin okkar eiga að hafa jafnan rétt - óháð kyni - og óháð kynjakvóta.

Leiðari Fjarðarpóstsins 19. febrúar 2009
www.fjardarposturinn.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband