21.4.2007 | 19:03
Hver stjórnar sveitarfélögunum? Íþróttahreyfingin?
Nú veltir körfuknattleiksambandið því fyrir sér að setja reglugerð sem gerir kröfur til þess að í öllum íþróttahúsum sem keppt er í eftstu deild séu parketgólf. Þau félög sem hafi dúklögð gólf þurfi því að skipta um gólfefni og fréttinni fylgdi að kostnaðurinn væri um 15 milljónir kr. á hús og félli kostnaðurinn á sveitarfélögin! Halló, halló, hver stjórnar útgjöldum bæjarfélaganna? Það er með ólíkindum frekjan. Er ekki kominn tími til að sveitarstjórnir fái sjálfar að ráða yfir peningum sveitarfélögum sínum. Kannski Samfylkingin í Hafnarfirði kjósi þessa aðferð og kalli hana íbúalýðræði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.4.2007 kl. 22:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.