Það er munur á þögninni og hávaðanum

Í fjörugri umræðu um mótorhjól við Hvaleyrarvatn langar mig nefna að það er mikill munur á þögninni og hávaðanum. Er hægt að bjóða eigendum skátaskála við Hvaleyrarvatnið upp á svona hávaða sem heyra má hí meðfylgjandi hljóðskrá? Þetta er tekið upp fyrir utan skátaskálann í byrjun desember sl. - þó nokkuð langt frá hjólunum! Af hverju þurfa þessi hjól að vera svona hávær? Gilda ekki strangar reglur um skráð hjól? Ekki eru þarna ólöglega óskráð hjól?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðni

Þér er það greinilega mikið hjartans mál að benda á hversu óþarfur okkar hópur er.   Það er þó ljóst á þessari upptöku að þetta er nánast alveg við vatnið sjálft ef ekki á sjálfum ísnum, það er auðheyrt.  Það er eitt að vera málfefnalegur og annað að villa á heimildum.  Get ég þá ekki líkað kvartað yfir hávaða og rykmengun frá flugeldum sem skátar selja og meira segja í óþökk sumra í þjóðfélaginu þar á meðal eldri borgara, dýraeigandi og foreldra barna?  Ég veit ekki betur en að flugeldar eru meira og minna sprengdir á öllum tíma sólahrings frá 20 desember og út janúar mánuð.  Eigum við að ræða þá slysahættu sem skapast við það að nánast hver sem er getur nálgast slíkt, þ.e. flugelda.  Get ég þá ekki líkað kvartað yfir framkvæmdum í Vallarhverfi, en byljandi höggin af stóru höggborunum byrja um kl.08 stundvíslega alla daga vikunnar án tillit til þess um hvort að um helgar séu eður ei.  Einu sinni skáti, ávallt skáti og það er ég.  Ég styrki skátana duglega þegar á þarf að halda, meðal annars með flugeldakaupum.  Ef ég get umborið hávaðan af öllum flugeldatertunum einhverja daga á ári að þá ættu skátar að þola það að hjólum sé ekið 2-3 helgar á ári á þessu vatni.  Það er eitt og annað sem maður þarf að umbera í þessu þjóðfélagi þó maður sé ekki nákvæmlega sammála.  Lifðu heill.       

Sverrir (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Guðni Gíslason

Ég get lofað þér Sverrir að þessi upptaka er gerð við skálann sjálfan. Það getur verið erfitt að trúa þessu en hávaðinn er gríðarlegur svona langt frá hjólunum í vetrarkyrrðinni. Ekki gera mér upp skoðanir á öðrum. Ég segi mitt álit á ákveðnum þáttum og það má ekki misskilja. Þetta er eins og að segja að maður væri á móti tónlistarmönnum af því að maður amaðist við miklum trommuleik fyrir utan svefnherbergisgluggann sinn. Höldum okkur svo við málefnið, það má deila um svo margt annað líka en óþarfi hér og nú. En auðvitað er ekkert eðlilegt að menn sprengi flugeldatertur hvenær sem er, dýr og fólk getur orðið mjög hverft við.

Guðni Gíslason, 25.2.2008 kl. 17:34

3 identicon

Við verðum bara að fara að hringjast á í stað þess að skrifast á...:o)  Það er vissulega hávaði af þessum tækjum og á það sérstaklega við fjórgengishjólinn.  Enn og aftur miðast þetta við að um sérstök keppnishjól er að ræða og uppfylla þau að öllu þær skráningar sem gerðar eru til slíkra hjóla hér á landi.  VÍK (Vélíþróttaklúbburinn) ásamt öðrum aðildarfélögum að MSÍ hóf nýlega baráttu fyrir því að aðlaga keppnisreglur í motocrossi að alþjóðlegum stöðlum sem meðal annars fela í sér að hávaði frá keppnishjóli mega ekki fara upp fyrir ákveðin "desíbil" (db).  Mig minnir að takmarkið í dag sé 96db.  Flest hjól í dag uppfylla þessar kvaðir, en að sjálfsögðu er ekki hægt að fullyrða um eldri hjól frekar en eldri bíla hvað mengun varðar.  Ef þér er svo mikið mun að losna við okkur af vatninu, að þá skaltu endilega leggja okkur lið að við að fá þó ekki sé nema brot af öllu því fé sem veitt er til íþróttamannvirkja hér á landi svo við getum hafið uppbyggingu á svæðinu á Kapelluhrauni af fullum þunga.  Í dag stunda hátt í 2.000 manns akstur á torfæruhjóla og hátt í 150 manns keppa að meðaltali í mótum til Íslandsmeistara.  Þar af eru hátt í 50 konur og einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að jafnmargar konur skuli taka þátt í jafn erfiðri íþrótt sem motocross er, en motocross er talin ein sú allra erfiðasta íþróttagrein sem þú getur stundað í dag.  Í klausturskeppninni á síðasta ári tóku yfir 500 keppendur þátt í sjálfri keppninni og áhorfendur voru hátt í 2.000 talsins.  Þetta er ein sú íþróttagrein sem vaxið hefur hvað mest hér á landi síðustu 2 ár. 

Hvað varðar vetrarkyrrð, að þá getur hún endurspeglað mjög margt.  Á góðu kvöldi heyri ég t.d. smellina frá Álverinu í Straumsvík mjög greinilega.  Einnig er niðurinn frá umferðinni á Reykjanesbrautinni meiri.  Þetta snýst mikið um hvernig hljóðið berst til okkar.  Suma daga heyri ég skothvelli frá SÍH eins og þeir séu í bakgarðinum hjá mér en aðra daga verð ég ekkert var við þá starfsemi sem þar fer fram.  Það hefur lengi þótt venja að atast í hjólamönnum og sífellt eiga þeir að taka tillit, sem er ekkert annað en sjálfsagt.  En þetta verður líka að ganga í báðar áttir.  Á meðan ekkert er komið á koppinn ennþá varðandi uppbyggingu á aksturssvæðinu, þ.e. þetta er ennþá á umræðustigi, að þá finnst mér ekkert að því að menn leyfi akstur þessara hjóla á þessu svæði ef ís leggur þar til svæðið er tilbúið.  Enda hefur það verið hefð síðan 2001.  Ástæðan fyrir auknum kvörtunum er tvíþætt.  Byggð hefur nálgast Hvaleyravatn mikið síðustu ár og hefur því umgangur fólks þar aukist.  Einnig hefur hjólamönnum fjölgað mikið sem gerir það að verkum að á góðum degi eru þarna hátt í 40-50 hjól samankomin í stað 10-20 og að sjálfsögðu magnast hávaðinn við slíkt.   

Sverrir (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 18:10

4 identicon

Sæll,

 Ég sá í einni athugasemd frá þér á annari færslu að þér fyndist það ekki rétt að bærinn myndu kosta til gerðar svæðisins í kapelluhrauni.

Svona til að bera það saman í hvað skatt peningarnir fara, að þá er þessi viðbót við Kaplakrikann ekki gefins, svo ég tala nú ekki um hauka heimilið.  En þetta eru jú allt góðar og blessaðar framkvæmdir.

 Þeir bæjarbúar í Hafnarfirði (ég meðtalinn) sem stunda þetta sport eru að verða nokkuð stór hópur. Þessi tala sem kom fram hérna áðan að það væru um 2000 iðkendur að þessari íþrótt á landsvísu er langt frá því að vera rétt. Þess má geta að síðasta árið seldust um 3000 hjól, og árið þar áður voru þau um 2400, og þar áður rétt um 2000 og þessi tala sem er 2000 eru aðeins þeir sem eru skráðir í íþróttafélög í torfæru akstri ( KKA, VÍK, AÍH og fleiri ).  En skráður fjöldi torfæruhjóla á landinu er hátt í 10.000

 Þetta svæði verður jú notað undir fleira en bara motocross hjól, en þarna verða. Go-Kart, kvartmíla (mótorhjól og bílar) bíla braut og svæði fyrir götuhjólin. Motocross braut og síðast en ekki síst kennsluaðstaða til að æfa akstur í hálku fyrir ökunema.

Þess má svona til gamans geta að þetta kemur bærinn jú til með að borga en hann fær jú sína peninga frá skatt greiðendum.  Það er ekki ókeypis að stunda þetta sport og ég ætla nú að taka fram hvað það virkilega kostar mig að stunda þetta sport og hvað mikið af því sem að ég eyði í þetta sport fer í skattinn.

 Ég kaupi mér hjól á ca. 1.000.000 einu sinni á ári,  Til að geta borgað þessa eina milljón þarf ég að vinna mér inn um 1.600.000 fyrir skatt. Af þessari einni milljón fer 245.000 í virðsauka skatt ( 1m - 24,5% / 130 * 30 til að finna út hvað tollurinn af þessu hjóli er = 174.230)
Við þessi einu hjóla kaup eru því komin samtals í kringum milljón í ríkissjóðinn.

 Ég ek hjólinu mínu um 100 tíma á ári. það fara í það um 130.000 í bensín, og þar af fer 30.000 í skatt sem er ætlaður viðhaldi á vegum, og um 30.000 í virðisaukaskatt.

Ég kaupi varahluti og aukahluti á hjólið fyrir ca 400 þús á ári og þar af fer ca 100 þús í virðisauka og ennþa meira ef við tökum tollinn með í reikninginn svo ekki sé talað um hvað fer í tekjuskattinn áður en ég eyði þessum pening.

Þetta er soldið mikil upphæð frá mér einum sem leggst í ríkissjóð. Af iðkun minni á þessari íþrótt. Svo ekki sé nú talað um alla hina sem það gera líka.

Við fáum yfirleitt ekki nema kannski 1-2 miljónir í styrk frá ríkissjóði til að reisa okkur eina braut, restin hefur verið rekin með félagsgjöldum og miðasölu í brautirnar.

 Mér þykir það ekki nema sanngjarnt að við fáum til baka eitthvað af þessum peningum sem við höfum verið að leggja í ríkissjóð í formi styrkja til að byggja upp svæði sem eru einmitt þannig hugsuð að þau eigi að koma okkur frá hinum svæðunum til að þið þurfið ekki að upplifa þetta ónæði.

Ég hef nú sjálfur stundað fótbolta og körfubolta í mörg ár og þar hef ég nú ekki eytt stórum fjárhæðum. Þannig ríkið hefur engar tekjur í ríkissjóð af fótbolta iðkun minni, en samt eru þeir tilbúnir að henda mörg hundruð milljónum í að styrkja þessa íþrótt.

Nú spyr ég þig hvort þér þyki þetta ennþá kjánalegt að ríkið leggji eitthvað smávegis út fyrir okkar hóp. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Guðni Gíslason

Sæll Arnar, þetta er skemmtilegt umræðuefni en ekki einfalt. Ég hef ekki sagt að Hafnarfjarðarbær eigi ekki að leggja fé í akstursíþróttasvæðið. Ég hef hins vegar margoft rætt um jafnræði í hlutdeild bæjarins í byggingu og rekstri tómstundamannvirkja. Þú bendir réttilega á að aðrir hafi fengið mikið en stjórnmálamenn verða að hafa skýra stefnu og það eru ekki endalausir peningar til í bæjarsjóði. Ef bæjarsjóður á að greiða svona hátt hlutfall í kostnaði (nú vilja menn 90%) á þá að gera kröfu um að Hafnfirðingar einir njóti? Eða að aðrir greiði hærra? Er nóg að skrá félag í Hafnarfirði með reykvískum félögum og fá styrk frá bænum? Þetta er ekki einfalt mál og allir hafa eitthvað til síns máls en ég ítreka að fjármagnið er takmarkað og kannski er Hafnarfjarðarbær að eyða um efni fram og kannski hefðu menn þá átt að samþykkja stækkun álversins.

Guðni Gíslason, 26.2.2008 kl. 14:50

6 identicon

"Við fáum yfirleitt ekki nema kannski 1-2 miljónir í styrk frá ríkissjóði til að reisa okkur eina braut, restin hefur verið rekin með félagsgjöldum og miðasölu í brautirnar."

ég veit ekki til þess að svo mikið sem eyrir með gati hafi verið fengist úr ríkissjóði til þess að byggja brautir, en Arnar þú mátt gjarnan fræða okkur ef þetta er rétt.

Fyrir aldmót virkaði þetta þannig að gefin voru út skammtímaleyfi fyrir brautum sem unnar voru frá grunni í sjálboðavinnu,og voru leyfin iðulega afturkölluð fáeinum árum seinna, og þá var fjöldi iðkenda margfalt minni en hann er í dag, og hefur Vélhjólaíþróttaklúbburinn átt einhverja tugi brautarstæða á þeim 30 árum sem hann hefur starfað.

hér má sjá myndir frá keppni í einu af fyrrverandi brautarstæði félagsins ári fyrir stofnun þess;

http://www.motocross.is/old/images/2003/EinarSverris/einar_sverrisson.htm

Kristján Arnór Gretarsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 01:52

7 Smámynd: Aron Reynisson

Mig langar að benda þér á erindi formanns AÍH á vef félagsins sem kannski skýrir málið hvað varðar Hvaleyrarvatnið að einhverju marki. http://www.aihsport.is/index.php?option=com_content&view=article&id=103:leyfissvipting-a-hvaleyrarvatni&catid=34:Frettir&Itemid=53

Við sem stundum þessa íþrótt erum meðvituð um þau óþægindi sem fylgja hljóðmengun frá tækjum okkar.  Við gerum okkur þannig far um að víkja út í vegkannt og drepa á tækjunum ef við mætum ríðandi fólki á förnum vegi.  Einnig reynum við að láta heyrast sem minnst í hjólunum þegar við keyrum í gegnum byggð.

Þú ert væntanlega í þeim hóp sem þú kallar "eigendur" að skátaskálanum við Hvaleyrarvatnið.  Við mótorhjólafólk gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við völdum ykkur ónæði með iðkun "íþróttar" okkar á vatninu.  Þess vegna höfum við t.d. flutt okkur á vesturenda vatnsins til að valda ykkur minna ónæði.  Við höfum rætt þetta mál við ykkur en þið kjósið frekar að snúa upp á ykkur, neita að ræða málið og hringja í lögreglu og klaga í stað þess að vinna með okkur að lausnum.  Einnig hafið þið hvartað til bæjaryfirvalda.  Það þykir okkur miður.  Þetta eru ekki margir dagar á ári sem vera ykkar á svæðinu stangast á við okkar viðveru.  Hvers vegna að vera með þessi leiðindi ?

Ég bý í nágrenni Kaplakrika.  Á sumrin eru þar haldnir knattspyrnuleikir og er þá gjarnan kátt á hjalla.  Þar eru þeyttir lúðrar og barðar drumpur, spiluð tónlist og hrópað hátt.  Þetta er talsverð hljóðmengun af þessu en stendur þó ekki nema í takmarkaðan tíma, en þetta veldur mér þó óþægindum.  Mér dytti þó aldrei í hug að kæra til lögreglu og skrifa bæjaryfirvöldum bréf.  Nærðu samhenginu Guðni ?

Mér finnst þú bölvaður "kverúlant og mjálmari" og hef áður sagt þér það.  Ég hef heimsótt þig á skrifstofu þína, svarað þér á öldum ljósvakans og gert hvað ég get til þess að benda þér á þá staðreynd að þú gerir ekkert annað en að skapa þér óvild okkar með því að flytja mál þitt með þeim hætti sem þú gerir gegn okkar annars ágætu íþrótt.

En þetta er því miður þinn "stíll".  Nægir þar að benda á forsíðu vefs Fjarðarpóstsins.

Mynd eitt:  "Starfsmaður Vegagerðarinnar hreinsar upp málningardósir eftir einhvern skussann við hringtorgið á Reykjanesbraut við Lækjargötu."

Mynd tvö:  "Lítt spennandi kofabyggð við Hvaleyrarlón."

Þú ert þannig meira upptekinn af því að benda á það sem þér þykir miður fara í okkar samfélagi í stað þess að draga fram það jákvæða.

Við Íslendingar höfum jafnan státað okkur af því að vera jákvæð þjóð, umburðarlind og höfum náungakærleik að leiðraljósi og talið það til okkar helstu kosta.  Því miður finnst mér þessi lýsing ekki eiga við um þig sem persónu Guðni.

Læt þetta nægja í þetta skiptið.

Aron Reynisson, 1.3.2008 kl. 12:13

8 Smámynd: Guðni Gíslason

Sæll Aron, það er leiðinlegt að sjá hvernig þú fellur í eigin gryfju. Fullyrðir eitthvað sem þú veist ekkert um og gagnrýnir aðra fyrir að benda á það sem laga má en gerir nákvæmlega það sama. Nei, ég er ekki einn þeirra sem get flokkast í þeim hópi að eiga skátaskálann, svo blandaðu mér ekki í eitthvað sem ég veit ekkert um. Ef þið getið ekki átt samskipti við eigendur skátaskálans ættuð þið kannski að líta í eigin barm. Þú fellur í gryfju yfirlýsinga og fúkyrða og hef lítinn áhuga á samræðum við þá sem slíkt gera. Þú dæmir þig best sjálfur.

Guðni Gíslason, 2.3.2008 kl. 14:46

9 Smámynd: Aron Reynisson

Fyrirgefðu Guðni minn ef þetta stakk þig.

Það er sérkennilegt hvernig þú passar þig á því að sverja þig frá þeim hópum sem þú þó ert sannarlega hluti af.  Alltaf að reyna að forða þér á hlutlausa "blaðamannasvæðið".

Ég veit ekki betur en að þú sért skáti og haldir merkjum Skátanna í Hafnarfirði á lofti.  Er ekki einmitt hljóðupptakan sem þessi þráður þinn hefst á tekin upp á tröppunum við Skátaskálann.  Ef þú ert ekki hópi eigenda skálans, hvers vegna ertu þá að þessu ?  Hefur þú ekki hafa rætt þetta mál við skálanefndina og annað fólk í skátunum.  Hver er þá kvatinn hjá þér fyrir þessum árásum á okkur hérna á blogginu út af Hvaleyrarvatninu ?

Okkur er einnig alveg skýr tenging þín við þann hóp sem kallar sig Hraunvinafélagið.  Okkur dylst ekkert í hvaða skoðun þú raunverulega hefur á okkar íþrótt og hvernig þú notar aðstöðu þína sem blaðamaður til þess að reyna að koma á okkur höggi.

Mér leiðast þessar endalausu árásir af þinni hálfu.  Þegar þér er svarað þá detturðu alltaf í sama gírinn og skríður inn í kuðunginn.  Reyndu frekar að standa fyrir máli þínu og koma hreint fram, viðurkenna hvaða félagsskap þú ert í og segja raunverulega skoðun þína.  Þér ætti að vera óhætt að gera það á blogginu þínu.

Aron Reynisson, 3.3.2008 kl. 18:12

10 Smámynd: Guðni Gíslason

Finnst þér þessi skrif þín, Aron, vera vænleg til árangurs? Aldrei hef ég falið það að ég sé skáti, ég er stoltur skáti og á skátahreyfingunni margt að launa. Ég er hins vegar ekki félagi í St. Georgsgildinu, eigenda skálans i Hafnarfirði þó ég þekki þar flesta og á mjög sterka tengingu þar inn. Þú verður að kyngja staðreyndum. Ég hef heyrt sjónarmið sumra þeirra en miklu fleiri sem ótengdir hafa verið þeim hafa rætt við mig um Hvaleyrarvatnið og aðstöðuna þar. Ég veit ekki hvaða tengingu þú fannst á mig við Hraunavini, ég hef grun um að tveir aðilar sem ég þekki (misvel) séu félagar, um aðra veit ég ekkert án þess að gera neitt lítið úr þeirra starfi. Ég átta mig reyndar ekki á þessari athugasemd þinni við Hraunavini, hvernig tengist það þessari umræðu? Var kynning á fyrirhuguðu akstursíþróttasvæði í Fjarðarpóstinum kannski þér ekki að skapi?

Þér væri nær að uppfræða mig og senda mér myndir frá starfinu en að vera agnúast út í þessa umræðu sem hér hefur verið að mörgu leyti ágæt og fræðandi. Það hefur ekki staðið á mér að fjalla um ykkar íþrótt og einhver meinloka í þér (eða ykkur, þú segir svo oft "okkur") að mér sé einhver akkur í að koma höggi á ykkur, nema þú sért að verja utanvegaakstur og akstur óskráðra hjóla innanbæjar og á göngustígum bæjarins, á því leyni ég akki andúð minni.

Guðni Gíslason, 3.3.2008 kl. 18:50

11 Smámynd: Aron Reynisson

Þessi skrif mín eru einungis til þess ætluð að fletta ofanaf tvískinnungnum í þér.  Þú þykist vera að stofna til málefnalegrar umræðu á blogginu þínu um mótorhjólaíþróttir og setur tengingu í frétt á MBL.is undir fyrirsögninni: "Ekki staður fyrir mótorhjól".  Er það þitt að dæma með þessum hætti ?

Er það málefnalegt að vera með dylgjur um óskráð hjól o.s.frv.  Þessi áhugi Þinn á að koma einhverju neikvæðu um okkur sem hóp í loftið er sjúklegur og ég vona að þú látir af þessu.

Þú ert einn að skrifast á við hóp mótorhjólafólks í þessum þræði hérna og ég er einfaldlega að nota tækifærið til að segja þessu fólki frá því að það er sóun á tíma að skrífast á við þig þar sem þú sért ekki allur þar sem þú ert séður.  Þú ert tvöfaldur í roðinu í umræðunni og ég sé ekki að það þjóni neinum tilgangi að svara þér.

Lifðu heill Spanni.

Aron Reynisson, 3.3.2008 kl. 21:49

12 Smámynd: Guðni Gíslason

Það er munur að sjá hvað menn eru málefnalegir eða hitt þá heldur. Ekki hefur þú mikið álit á þínum félögum ef þú telur þig þurfa að segja þeim hvað þeir eiga að halda og gera. Það er hins vegar umhugsunarvert fyrir stjórn AÍH þegar stjórnarmaður tekur ekki í útrétta hönd þegar kallað er eftir fregnum af starfinu í bæjarblaðið. Ég hef sjaldan legið á skoðunum mínum og ekki hef ég falið þær í þessu máli svo undarlegt er að tala um tvöfeldni. Þú verður að kyngja því að ekki hafa allir sömu skoðun og þú. Þú getur svo ekki ásakað fólk um að vera á móti heilli  íþróttagrein þó það geri athugasemdir við ólöglegan utanvegaakstur, akstur óskráðra hjóla (engar dylgjur, staðreyndir) og hávaða á útivistarsvæðum næst bænum. Ekki ætla ég að allir mótorhjólamenn séu eins þú. 

Guðni Gíslason, 3.3.2008 kl. 23:28

13 identicon

Ég skil ekki þennan tón í þér Guðni. Það besta væri fyrir þig og okkur að hreinlega koma út úr skápnum með það að þú ert andstæðingur okkar í þessum málum. Þannig gætum við barist við þig og þína líka á jafnréttisgrunvelli.

Taktu skoðun með eða á móti hvort að það ætti að leyfa akstur þessara hjóla þá fáu daga yfir vetrartímann eður ei.

Þú talar svo í kringum hlutina að maður áttar sig ekki á því hvort að þú sért samfylkingarmaður eða framsóknarmaður..;=)

Guðbjartur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 17:05

14 Smámynd: Guðni Gíslason

Sæll Guðbjartur, það er ekki alltaf hægt að setja fólk í bása. ég hélt að fyrirsögn mín hefði verið alveg skýr, "Ekki staður fyrir mótorhjól". Ég skil ekki alveg hvernig þú vilt endilega gera fólk að andstæðingum öllu mótorsporti þó menn finni að hávaða á útivistarsvæði okkar Hafnfirðinga eða utanvegaakstri. Þú getur ekki gert mér upp skoðun á öðru en því.

Kannski, jafnvel þó þú rannsakaðir málið gaumgæfilega, gætir þú ekki bendlað mig við neinn stjórnmálaflokk :)

Guðni Gíslason, 5.3.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband