Jafnrétti kynjanna er ekki alltaf jafnrétti - því síður lýðræði

Jafnrétti kynjanna er ekki alltaf jafnrétti - því síður lýðræði. Kynjakvóta er ásættanlegt að beita í nauðvörn sem ekki á lengur við. Ég get verið sammála Ragnari að auðvitað á að treysta kjósendum fullkomlega og ekki mata í þá. Hins vegar hef ég aldrei skilið þessi prófkjör þegar fólk býður sig fram í ákveðin sæti. Vilji menn að vilji fólksins komi fram sem best, bjóða menn sig fram á lista og fólkið raðar.

Slíkt ætti að gera á kjördag og kominn tími að hamla gegn óheftu flokksræði sem takmarkar lýðræðið.


mbl.is Dregur framboð sitt til baka vegna kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á kynjakvóti ekki lengur við? Konur eru rétt um þriðjungur þingmanna og þeim FÆKKAÐI í síðustu kosningum. Hvers vegna á kynjakvóti þá ekki við? Af því að 1/3 er meira en nóg fyrir helming þjóðarinnar?

Anna (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: Guðni Gíslason

Jafnrétti er miklu meira en jafnt hlutfall kynjanna á Alþingi eða í stjórnum. Ætlar þú líka að pína konur til þátttöku sem ekki vilja? Eða öfugt? Konur eru helmingur kjósenda svo þær hafa valið þó ég ætli ekki neinum að kjósa fólk vegna kynferðis. Ég vel fremur hæfasta og frambærilegasta fólkið. Ég á bara stráka, ætlar þú að setja reglur gegn því?

Í umræðu um jafnrétti má ekki gleyma jafnrétti einstaklinga. Enginn á að gjalda kynferðis síns, heldur ekki karlar.

Guðni Gíslason, 16.2.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband