Hvernig er að vera Íslendingur í Bandaríkjunum?

Er ekki eðlilegt að bera þetta saman við land frjálræðisins Bandaríkin? Hvernig er að vera Íslendingur þar? Blaðamaðurinn hefur þó blessunarlega verið laus við að vera hnepptur í fangelsi eins og þeir sem dvalið hafa of lengi í Bandaríkjunum hafa mátt þola.

En svona á ekki að meðhöndla fólk!


mbl.is Farðu heim, góði minn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held það sé bara mjög svipað að vera Íslendingur í Bandaríkjunum (jafnvel betra), þegar maður hefur tilskilin leyfi. Hvað gerist eftir það er náttúrulega eitthvað sem menn verða því miður að sætta sig við...

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: ThoR-E

Hann talar Íslensku reipirennandi ... eigum við ekki frekar að halda svona fólki í landinu frekar en ... ja.. A-evrópskum glæpamönnum sem hafa engan áhuga á því að samlagast þjóðfélaginu ... hvað þá læra tungumálið og fremja glæpi uppá dag ...

Það er spurning ...

ThoR-E, 23.2.2009 kl. 12:36

3 identicon

já kom mér virkilega á óvart hversu góða íslenskur maðurinn talan, hann á hrós skilið.

Vonandi fær hann vinnu og þetta reddast hjá honum.

GK (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 12:51

4 identicon

Útlendingar sem hafa greitt skatt í meira en ár eiga fullkomin rétt á bótum eins og hver annar Íslendingur. Þetta er reynt erlendis að henda meira að segja Íslendingum úr landi og reynsaln er að löglega er það ekki hægt. Það er ekki hægt að nýta sér fyrst erlend vinnuafl og henta sama fólki úr landi ef þau lenda í óhappi, veikjast, missa vinnu eða annað.  Eftir að landið sé búið að þykja vinnuframlag og skat í jafnvel mörg ár.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 12:56

5 identicon

það yðri íslenskri þjóð til skammar að senda slíkan prýðisborgara "heim" til sín. Maðurinn talar frábæra íslensku, jafnvel betri en margur íslendingurinn heyrðist mér. það verður náttúrulega að gæta jafnræðis í kerfinu okkar og þegar fólk er að borga inní kerfið okkar þá hlýtur það að eiga rétt á því að fá í það minnsta þann pening sem það hefur borgað inní kerfið til baka!!! maðurinn ætti að komast að því hvað hann hefur borgað í atvinnuleysistryggingasjóð og heimta að hann fái þennan aur endurgreiddan!!!

annars er nú A-evrópskum glæpamönnum óðum að fækka hérlendis. enda er ekki eftir neinu að slægjast hér lengur... tækifærissinnarnir eru flest allir snúnir til síns heima! í það minnsta samkvæmt mínum heimildum sem eru nokkuð öruggar. 

Hjalti Ómarsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 12:56

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Furðulega komið fram við hann. Vonandi sér einhver kerfiskall eða -kélling að sér.

Villi Asgeirsson, 23.2.2009 kl. 12:56

7 identicon

Kerfiskarlarnir eða kerlingarnar eru bara að vinna vinnuna sína. Það eru reglurnar sem eru vitlausar en ekki fólkið sem framfylgir þeim.

Það er hins vegar ljóst að hér er betur komið fram við fólk sem hefur dvalist í landinu fram yfir leyfðan tíma heldur en gert er í Bandaríkjunum. Hér verður þú "bara" óvelkominn, en í Bandaríkjunum ertu óvelkominn glæpamaður.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 13:04

8 identicon

Ég er í nákvæmlega sömu sporum í bandaríkjunum og þessi maður er hér. Ég er hérna á tímabundnu atvinnuleifi sem er bundið við fyrirtæki. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun og sagði mér upp og núna verð ég að fara frá USA þó svo að sonur minn sé Amerískur ríkisborgari. Hef ekki rétt á bótum osf.

Páll Pálsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 13:13

9 Smámynd: Guðni Gíslason

Ég held að það sé ekki holt fyrir neitt land að taka Bandaríkin sér til fyrirmyndar í mannréttindamálum, frekar sem víti til varnaðar. Annars á að leita að rót vandans í stað þess að reyna sífellt að leysa einstök mál æ ofan í æ.

Guðni Gíslason, 23.2.2009 kl. 13:22

10 identicon

Ég er nú ekki á því að við eigum mikið að vera að bera okkur saman við bandaríkin í svona málum frekar en í heilbrigðismálum. Fyndist þér þér til dæmis eitthvað eðlilegt ef að maðurinn hefði verið sendur fárveikur heim af spítala af því að hann væri ekki með einhverja tiltekna tryggingu.... þetta væri svo réttlætt með því að segja að líklega hefði íslendingur í sömu sporum í bandaríkjunum fengið sömu meðferð ? Þessi færsla þín er þér til skammar og ber vott af fordómum í garð útlendinga, þó að þú reynir á einhvern einkennilegan hátt að klóra yfir þá með því að skrifa í restina að svona eigi ekki að koma fram við fólk.

lágkúrulegt blogg þetta......

Jón Þór (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 13:28

11 Smámynd: Guðni Gíslason

Jón Þór, nú fellur þú í eigin gröf fordómaásakana eða misskilur færsluna hrapalega. Þarna átti ég við fréttaflutninginn. Það er ekkert óeðlilegt að bera saman heimaland viðkomandi við aðstæður hér, ekki síst þegar hann býr í landi sem kennir sig við frelsi.

Guðni Gíslason, 23.2.2009 kl. 13:35

12 identicon

Fari þeir báðir til bandaríkjanna...

Íslendinar reyna nú margir hverjir sitt allra besta og af brýnni nauðsyn að komast erlendis og í vinnu.

Ódýrt að gifta sig svona Grænskorts giftingu. vanhelgun á helgi hjónabandsinns einnig.

Hvað þykist hann svo eiginlega vera? Kannski einhver pólitískur flóttamaður með mannúðarsjónamið með sér og gúlag yfir höfðinu?

Ég held ekki. Hann hefur engan forgang á nokkurn hátt í fjármagn né atvinnu. Fólk sveltur nær því og hefur ekki einu sinni húsnæði margt hvert né viðunandi fatnað.

Vona þið sjáið sóma ykkar í að líta ykkur nær og láta þá fara.

VerkamaðurDrottinns (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 13:39

13 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Í Bandaríkjunum hefði verið búið að uppgvöta fyrr ef maður væri búinn að vera að vinna í landinu í 5 ár án atvinnu og dvalarleyfis, borga þar skatta og gjöld og eignast eignir það er á hreinu, þetta er útlendigaeftirliti að kenna að ekki er búið að gera eitthvað í málinu fyrr, maðurinn var hérna í góðri trú greinilega, látið mannin hafa atvinnuleysisbætur hvað er að eiginlega

Guðborg Eyjólfsdóttir, 23.2.2009 kl. 13:44

14 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Eða endurgreiðið honum sem búið er að greiða af honum í tryggingagjöld og annað

Guðborg Eyjólfsdóttir, 23.2.2009 kl. 13:48

15 Smámynd: Guðni Gíslason

Nei, Guðbjörg. Í Bandaríkjunum geta menn komið til náms á námsmannaleyfi, hætt námi, farið að vinna, borgað skatta, leigt sér íbúð og gift sig og eignast börn. Enginn segir neitt. Farir þú svo út fyrir landsteinana, færðu ekki að koma inn í landið aftur. Þar er eftirlitinu ekki fyrir að fara. En það er ekki aðalatriði málsins.

Hins vegar eiga reglurnar að vera skýrar og aðgengilegar og ef þær eru ekki sanngjarnar, á að skoða þær í heild sinni.

Guðni Gíslason, 23.2.2009 kl. 13:49

16 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já VerkamaðurDrottins - Láttu þá heyra það!

Enga hommatitti á Íslandi! Hér erum við svo dygðug. Þessi gervi-Íslendingur sem þessi kani var að "giftast" hefur fyrirgert rétti sínum til himnaríkis og vistar á Íslandi vegna hneigðar sinnar.  Að dirfast að saurga svona helga stofnun! Guð blessi hjónabandið! Og Ísland! Og allt sem íslenskt er, nema homma og komma.

Þjóðernishreinsanir! Amen!

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.2.2009 kl. 14:00

17 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fólkið er bara að vinna vinnuna sína. Eru þetta ekki sömu rök og þegar hermaður drepur, lögreglan sprautar piparúða, stórfyrirtæki líta fram hjá barnaþrælkun, blaðamenn segja rangt frá til að styggja ekki auglýsendur?

Ef kerfið er vitlaust, eigum við að laga það og það ferli byrjar hjá þeim sem vinna í því daglega.

Villi Asgeirsson, 23.2.2009 kl. 14:01

18 Smámynd: spammer

Ósmekklegt innlegg hjá þér VG

Maðurinn er augljóslega búinn að hafa mikið fyrir því að aðlagast íslensku þjóðfélagi og svoleiðis fólk á að halda í en ekki senda í burtu þegar á reinir. Þó svo hann sé af erlendu bergi brotinn þá þýðir það ekki að hanns mannréttindi eigi ekki að vera þau sömu og íslendinga. Það getur velverið að hann og sambýlismaður hanns sé að flýta brúðkaupi til að auðvelda ástandið en þeir hafa búið saman lengi vel svo það er ekki einsog hann hafi pikkað hann upp af næsta horni fyrir "grænt kort". 

Þú kallar þig Verkamann Drottins, ég veit að Drottinn mismunar fóki ekki eftir þjóðerni en það gerir þú augljóslega.

Ég óska verðandi hjónum góðsgengis og vona að þetta verði lagað sem fyrst. Hann á að vera búinn að vinna sér inn full réttindi til að vera hér og lifa miðað við þá vinnu sem hann hefur veitt til þjóðfélagsins.

spammer, 23.2.2009 kl. 14:01

19 identicon

VerkamaðurDrottins, ég vona að lífið fari að brosa við þér svo að þér líði betur í framtíðinni.

Það er ódýrt af okkur að senda fólk af erlendu bergi brotið með frímerki á rassinum heim til sín um leið og vinnumarkaðurinn dregst saman hérna heima. Menn kvörtuðu ekki þegar að vinnuafl var hér af skornum skammti en hægt var að flytja inn vinnuafl til að "bústa" upp atvinnulífið.

Guðni, Ég veit ekki hvaða fordóma þú lest úr skrifum mínum aðra en fordóma fyrir fordómum. Ég ligg killiflatur í þeirri gröf. Ég átta mig ekki alveg á því hvað þú átt við með að þú átt við með að þú eigir við fréttaflutninginn? Var blaðamaður mbl.is eitthvað að bera saman Ísand og Bandaríkin ? Hvað kemur það málinu við hvort að blaðamaður hafi verið hnepptur í varðhald eða ekki ? Ég verð að játa það að ég botna ekkert í þessari færslu þinni

"Það er ekkert óeðlilegt að bera saman heimaland viðkomandi við aðstæður hér, ekki síst þegar hann býr í landi sem kennir sig við frelsi."

Hvað áttu við ???? maðurinn býr á Íslandi, sem að kennir sig vissulega við frelsi, af hverju eigum við að bera að aðstæður hans við það sem fer fram í hans gamla heimalandi ?? 

Jón Þór (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:03

20 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Annars er ágætt að vera Íslendingur í Bandaríkjunum, en við mundum áreiðanlega fá svínslega meðferð ef ég missti vinnuna.

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.2.2009 kl. 14:06

21 identicon

#11 Fréttin sýnir bara hvað er ósanngjarnt að fá ekki atvinnuleysisbætur þegar maður er útlendingur og starfar í svona atvinnuleyfum og borgar skatta eins og allir hinir (menntun, brautir, o.s.fr. fyrir alla sem búa á landinu). Þetta er alls ekki einhvers konar flóttamannastatus, spurning um að hafa forgang eða neitt slíkt, þessi frétt skapar umræðu um eitthvað ósanngjarnt í kerfinu og svo ætti þetta að dúga til að láta fólkið að hugsa um að breyta þessu og hafa sanngjarnari kerfi á Íslandi, til að verða betra land enn.

Og þetta er "feedback" og það er gott. Maður hugsar venjulega ekki um þessi mál útlendinga þegar maður er ekki sjálfur útlendingur og býr á sínu landi. Ég er Spánverji sjálfur og ég hugsaði ekki um þessi mál útlendinga á Spáni þar til ég varð útlendingur sjálfur á Íslandi.

Spánverji (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:10

22 identicon

Það sem ég skil ekki er afhverju var honum synjað um ríkisborgararétt þegar hann er búinn að búa hér í sex ár?? ég hélt að það væri miðað við fimm ár!! Auðvitað á bara að veita manninum ríkisborgararétt og með þeim hætti á hann rétt á öllum bótum og réttindum frá ríkinu.

Verkamaður Drottins???

  Ég hef nú bara aldrei heyrt annað eins frá manni sem kallar sig Verkamann Drottins. Finnst þettta frekar hljóma eins og einhver sem er andvígur kristinni trú og er að reyna sverta ýmind kristindómsins.

 WWJD (What Whould Jesus Do?)

Þú skalt fara varlega með þetta nafn, hvar þú undirritar með nafni Drottins, þetta er strax farið að vinna gegn öðru boðorðinu.

Axel (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:36

23 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Gah, er það nú hámark kaldæhæðninnar að fara að vitna í boðorðin til að skrifa ofan í kokið á VerkamanniDrottins. Það er einmitt írónían Axel að eigi hann að ganga út frá trúarlegum forsendum hefur þessi rugludallur rétt fyrir sér.

Fólk þarf ekki boðorð til að vita muninn á réttu og röngu. Fyrsta og annað borðorðið úr Biblíunni eru bæði sjálfhverf og því tilgangslaus. Þú ÁTT að hrekja útlendinga úr landi þínu ef þú trúir biblíunni. Lestu Opinberunarbókina. Þú átt meir að segja að drepa þá.

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.2.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband