16.2.2009 | 14:36
Mikið er gott að hafa aðgang að fundargerðum!
Úr fundargerð bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 3. febrúar sl.:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2009 | 14:03
Jafnrétti kynjanna er ekki alltaf jafnrétti - því síður lýðræði
Jafnrétti kynjanna er ekki alltaf jafnrétti - því síður lýðræði. Kynjakvóta er ásættanlegt að beita í nauðvörn sem ekki á lengur við. Ég get verið sammála Ragnari að auðvitað á að treysta kjósendum fullkomlega og ekki mata í þá. Hins vegar hef ég aldrei skilið þessi prófkjör þegar fólk býður sig fram í ákveðin sæti. Vilji menn að vilji fólksins komi fram sem best, bjóða menn sig fram á lista og fólkið raðar.
Slíkt ætti að gera á kjördag og kominn tími að hamla gegn óheftu flokksræði sem takmarkar lýðræðið.
![]() |
Dregur framboð sitt til baka vegna kynjakvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2009 | 09:17
Enn erfitt ástand hjá Morgunblaðinu
Hvað er þetta með Moggann og "fréttir" af kuli í fasteignamarkaði og nú bílamarkaði. Væri það ekki frétt ef markaðurinn væri kominn í fullan gang.
Af hverju birtir Morgunblaðið ekki fréttir um að fjárhagsstaða Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins sé ennþá slæm? Þá frétt mætti birta daglega.
Hver hefur hag af því að tala markaðinn dauðann niður? Sennilega er erfiður rekstur Heklu ekki sjálfum rekstrinum að kenna frekar en hjá Árvakri. Liggur ekki vandinn hjá eigendum sem hafa verið að ganga af fyrirtækjum dauðum með skuldsettum yfirtökum og sölu eigna til þess eins að bjarga fjárfestingu sem menn réðu ekki við?
![]() |
Alkul í bílasölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2009 | 19:09
Af hverju er þetta mótframboð?
Eflaust er það af vanþekkingu minni á VR en ég skil ekki af hverju annað framboð er endilega mótframboð, eru öll framboð ekki jafngild?
![]() |
Una niðurstöðu kjörstjórnar VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 21:47
Glæsilegur Hafnfirðingur fer sem fulltrúi Íslands til Moskvu
"Já, það er satt" lagið "Is it true" fer sem framlag Íslands í Eurovision í Moskvu. Flytjandi er hin átján ára gamla Jóhanna Guðrún Jónsdóttir úr Hafnarfirði sem heillaði greinilega landann með glæsilegum flutningi sínum og fallegri ballöðu eftir Óskar Pál Sveinsson.
Er ekki að efa að hún á eftir að heilla Evrópubúa með söng sínum og látlausri framkomu sinni. Sannkölluð stjarna úr Hafnarfirði.
http://www.youtube.com/watch?v=W5az7OU7wj4
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 21:19
Góðu launin eru ekki holl verkalýðsleiðtogum
![]() |
Trúnaðarmannaráð VR kallað til fundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2009 | 23:23
Auðvitað einsdæmi! Ástandið er einsdæmi - Hegðun Davíðs er einsdæmi
Það er gott að Davíð og Björn hafi kannað hvernig málum hefur verið háttað í hinum vestræna heimi. En við hverju bjóst Davíð? Allir landsmenn vissu að það átti að skipta út - meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hreinsa til í Seðlabankanum. Ef að Davíð var að átta sig fyrst á þessu þegar bréfið kom lýsir það aðeins hversu veruleikafirrtur hann er orðinn.
Maður sem segist aldrei hafa hlaupist frá sínum verkum. Samt hætti hann sem forsætisráðherra, samt hætti hann sem þingmaður. Til að gerast bitlingaseðlabankastjóri.
Davíð kvartaði yfir því að bréfið til hans hafi verið birt opinberlega áður en hann gæti lesið það. Hann lét birta sitt bréf strax! Sjálfsvirðingin er ekki mikil.
Nei Björn, ekki ljúka þínum stjórnmálaferli með svona vitleysu, leggðu frekar þitt á vogaskálarnar til að hreinsa til og koma málum í betra horf. þú færð hvort eð er ekki bitlingaembætti. - Það er rétt að vona að slíkum tímum sé lokið.
![]() |
Björn: Réttmæt ábending Davíðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 17:40
Það eru allir asnar nema hann!
Það er með ólíkindum að lesa bréf Davíðs. Að hann skuli leyfa sér að finna að formlegheitum í bréfi forsætisráðherra. Var þetta svar formanns bankaráðs Seðlabankans á bréfsefni bankans? Jú, það sást en innihaldið var sama skítkastið og heyrst hefur frá Davíð undanfarin ár. Það eru allir asnar nema hann.
Hvar hafa mótmælendurnir verið allan tímann? Þeir hafa hamast við að koma þeim frá sem þeir sjálfir kusu en hafa nánast látið Davíð og co. í friði. Það er ekki við því að búast að Davíð sýni neina skynsemi og hart þarf að bregðast við og hratt. Davíð er ekkert nema landráðamaður í mínum huga og hryggir það mig að áður mikils metinn maður leggist í slíkan skít.
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2009 | 13:46
Þarf þá ekki alvöru konur??
![]() |
Öld testósterónsins lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 08:56
Þá verður heldur engin seinni ferð!
![]() |
Herjólfur fer ekki fyrri ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |