13.1.2009 | 14:44
Hefur Ásta Möller heimsótt spítalann nýlega????
Ekki lítur út fyrir að Ásta Möller hafi farið á St. Jósefsspítala og kynnt sér aðstæður sjálf. Það er kannski tímabært fyrir þingmanninn og hjúkrunarfræðinginn sem virðist tala af hroka og vanþekkingu. Slæmur aðbúnaður var heldur ekki ástæða flutninganna, heldur sparnaður. Sparnaður sem heilbrigðismálaráðherra hefur neitað að gefa upp. AF HVERJU????
Ásta Möller sagði líka að skurðstofurnar væru úr sér gengnar. Hún hefur heldur ekki spurt læknana sem þar starfa um álit.
Gefið upp sundurliðaðan sparnað sem er af flutningi starfseminnar ef þið viljið sannfæra bæjarbúa! Hvernig getur ráðherra fengið heildarupphæð sparnaðar ef hann veit ekki hvað sparað sé í einstökum aðgerðum??
Þó heilbrigðismálaráðherra hafi sagt á starfsmannafundi að það skipti ekki neinu máli hvort hann næði kosningu næst, þá skiptir það Sjálfstæðisflokkinn mál. Það kýs enginn Sjálfstæðisflokkinn ef ráðherra er látinn komast upp með svona vinnubrögð. Meira að segja menntamálaráðherra snupraði hann fyrir vinnubrögðin.
![]() |
Tímaspursmál hvenær starfsemi á St. Jósefs yrði hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 16:45
Smelltu hér ef þú ert sammála..
![]() |
Harma breytingar á St. Jósefsspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 09:57
Synd að Hafnfirðingarnir hafi ekki fengið sér pylsu!
![]() |
Obama fékk sér chilipylsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ekkert skrítið. Svo virðist sem Guðlaugur sé að redda Árna félaga sínum í Reykjanesbæ sem vill einkavæða reksturinn en tekur svo ekki í mál að læknarnir yfirtaki rekstur St. Jósefsspítala sem þó er búið að nefna við hann af Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði.
Yfir 3000 manns hafa skráð sig á Facebook hóp til styrktar spítalanum http://www.facebook.com/group.php?gid=18932174959&ref=mf og það stefnir í góða mætingu á borgarafundinn í Íþróttahúsinu v/ Strandgötu kl. 14 á morgun.
"Stöndum vörð um starfsemi St.Jósefsspítala og framtíð Heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði"
Fundarsetning: Gunnhildur Sigurðardóttir, fv. hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala
Frummælendur:
- Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra
- Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
- Almar Grímsson, lyfjafræðingur og bæjarfulltrúi
- Ragnhildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri skurðdeildar St. Jósefsspítala
- Kristín Gunnbjörnsdóttir, formaður Bandalags kvenna í Hafnarfirði
Mælendaskrá opnuð.
Ályktun fundarins borin upp
Facebook notendur geta skráð sig á fundinn á hér
![]() |
Hafnfirskir sjálfstæðismenn undrast ákvörðun um St. Jósefsspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 16:46
Stöndum vörð um St. Jósefsspítala
Það þarf nú ekki að flytja starfsemi á Suðurnesin til að hjálpa Róberti Wessman og co.
Styðjum við St. Jósefsspítala: http://www.facebook.com/home.php#/group.php?gid=18932174959
Borgarafundur verður haldinn í Íþróttahúsinu við Strandgötu á laugardaginn kl. 14
![]() |
Bærinn vill verja sjúkrahúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 14:07
Hópur til stuðnings St. Jósefsspítala
Um 1600 manns hafa þegar skráð sig á Facebook hóp til stuðnings St. Jósefsspítala. Engar tölur fengust hjá heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær um sparnað við að færa starfsemi spítalans annað en ljóst er að ekki á að leggja niður starfsemina þar, heldur aðeins að færa hana annað.
Hvernig er hægt að fá heildarsparnað upp á 6,7 millj. kr. þegar ekki er hægt að gefa upp hvað einstaka sparnaðarliður muni spara mikla upphæð og hvaða kostnað breyting munu leiða af sér.
Nýting spítalans virðist vera mjög góð, sérhæfing mikil og hagkvæmni í rekstri.
Fjölmörg félagasamtök, sérstaklega í Hafnarfirði, hafa styrkt starfsemi spítalans með tækjakaupum og eflaust hefur sá sparnaður, sem kannski hverfur, ekki verið reiknaður með í heildardæminu.
Ráðherrann talaði mjög almennt um sparnaðarleiðirnar en forðaðist að greina frá hvað einstakir þættir spöruðust.
Hægt er að skrá sig á Facebook hópinn á: http://www.facebook.com/group.php?gid=18932174959
Þeir sem ekki eru á Facebook geta auðveldlega stofnað aðgang á www.facebook.com (neðst til vinstri má meira að segja velja íslensku sem viðmót)
3.1.2009 | 12:43
Nær að nota strætó í nærumhverfinu
Auðvitað er það amalegt að venja fólka á strætó frá Akranesi og snarhækka svo verðið.
Hins vegar var alveg fáránlegt að selja ferðir til Akraness á sama verði og á milli tveggja stoppistöðva í sama hverfi.
Fyrst menn voru að taka upp svæðisskiptingu hefði verið nær að gera það innan höfuðborgarsvæðisins þannig að það væri ódýrara að nota strætó styttri vegalengdir.
Annars er það svo undarlegt með stofnunina Strætó að það virðist ekki vera hægt að læra af reynslu annarra. Litlu miðarnir, fáránleg arfleifð frá SVR, ekki gefið til baka, fáránleg arfleifð frá SVR, stoppistöðvar ekki merktar áberandi með leiðarnúmerum (svo fólk sem ekki notar strætó læri leiðir hægt og rólega) Nákvæmar leiðarlýsingar ekki að finna í vögnunum (var ekki síðast þegar ég prófaði strætó) og margt margt fleira. Frændur vorir Danir eru með gott strætókerfi og það hefðum við átt að herma eftir og aðlaga að okkar þörfum. Nei við þurfum alltaf að vera svolítið sérstök. Stjórn Strætó hefur verið skipuð þægu prófkjörsfólki úr stjórnmálaflokkunum og yfirmenn halda vinnunni þrátt fyrir hörmulega útkomu á alla vegu.
Nú er mikilvægt að fá fólk til að nota strætó. Nú er tækifærið í kreppunni þegar bensínverð er hátt. Nú eru til bílstjórar og þá er ekki rétti tíminn til að skera niður.
![]() |
Segjast þurfa að hætta að nota Strætóferðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2009 | 12:32
Gaman hjá skátunum í Hverahlíð
![]() |
Skjálftahrina á Reykjanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 19:40
Milli Strandvegar og Kaldárselsvegar???
"Reykjanesvegurinn er lokaður milli Strandvegar og Kaldárselsveg þar sem hann rennur undir Reykjanesbrautina."
Hann hver? Reykjanesvegurinn?? Hvaða vegur er það?
Ekki er visir.is betri, segir Reykjanesbraut lokaða á gatnamótum Ásbrautar og Lækjargötu.
Að þessu slepptu er atburðurinn hörmulegur.
![]() |
Umferðarslys á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 17:05
Gleðileg jól
Ég óska öllum gleðiríkra jólahátíðar. Megi algóður Guð fylgja ykkur og vernda á nýju ári. Ég þakka allt gamalt og gott.