17.7.2007 | 18:55
Minnsta fréttin í málinu
Morgunblaðsmenn virðast ekki taka eftir aðalfréttinni í málinu en valnefndin var þarna að hafna sitjandi presti sr. Carlosi Ferrer Sóknarnefndarfundur Ástjarnarsóknar hafnaði því að auglýsa stöðuna en sóknarnendin fór að vilja Kálfatjarnarsóknar sem vildi auglýsa stöðuna.
Sjá frétt í Fjarðarpóstinum 12. júlí sl. http://www.fjardarposturinn.is/download.asp?fp=FP-2007-28-skjar.pdf
![]() |
Bára Friðriksdóttir ráðin sóknarprestur í Tjarnaprestakalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2007 | 00:10
Myndir frá slysstað
Fjarðarpósturinn mætti að sjálfsögðu á staðinn en kl. 19.38 sést á myndum að þyrlan var komin á hvolf í sjóinn. Það var hrikalegt að sjá þyrluna með hjólin ein uppúr. Myndir í myndasafni eru nokkrar þeirra mynda sem teknar voru á meðan beðið var eftir pramma til að tryggja þyrluna áður hún yrði dregin til Hafnarfjarðar. Á meðan sáu straumar um að koma henni vel áleiðis.
http://gudnibloggar.blog.is/album/TF-Sif/
![]() |
Unnið að því að koma TF-Sif í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 11:58
Sendar í Sorpu — Þróa rétti úr heilum og lifandi humri
Þetta er sennilega sóðalegasta fyrirsögn vikunnar og mátti sjá í Morgunblaðinu í dag. Ég trúi fastlega að þarna sé átt við heilan humar en ekki rétti úr heilum eins og auðveldlega má lesa úr fyrirsögninni.
Reyndar skemmti ég mér við síðustu embættisverk vinar míns Gunnars Svavarssonar sem forseti bæjarstjórnar. Þar las hann upp tilnefningar í hin ýmsu ráð og nefndir og sagði m.a.: Tilnefndar í Sorpu: Guðfinna Guðmundsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir til vara.
Það þarf oft ekki mikið til að gleðja mann!
19.6.2007 | 17:36
Undarlegt fréttamat fjölmiðla
Það er auðvitað að kasta úr glerhúsi að gagnrýna fjölmiðla en sennilega á maður aldrei að kasta nema úr glerhúsi. Það er með ólíkindum hvað íslenskir fjölmiðlar hampa meintum neikvæðum áhrifum reykingarbanns. Það er ekkert skrýtið að margir Danir pirrist, það er hreint með ólíkindum hvað þessir annars ágætu frændur okkar eru aftarlega á merinni í rétt fólks til hreins lofts. Fyrir rúmum 20 árum varð ég vitni að reykingum móður sem sat með nýfætt barn sitt hjá sér á fæðingardeild í Hvidovre! Þetta þekktist þá ekki á Íslandi.
Af hverju horfa fréttamenn ekki til annarra landa eins og Ítalíu sem tóku upp svipað reykingarbann fyrir örfáum árum? Þó þar hafi verið mikil hefð fyrir reykingum þá er mér sagt að þar sé almenn ánægja. Menn hampa réttindakröfum sem byggjast á þvinguðu jafnrétti kynja sbr. ummæli núverandi félagsmálaráðherra en virðast finna reykingarbanni allt til foráttu. Á starfsfólk veitingahúsa ekki sama rétt og annað starfsfólk? Eini gallinn við þessar reglur eru þær að fólk er komið meira út með reykingarnar og íslenska heilnæma loftið er ekki það sem áður var.
Blaðamenn mættu gjarnan skoða allar hliðar málsins og skoða allar jákvæðu hliðarnar, enda eflaust búnar með kvótann á umfjöllun um meint neikvæð áhrif reykingarbannsins.
![]() |
Danskir veitingamenn æfir vegna reykingabanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2007 | 16:08
Á leið á skátamót
Hér um hvítasunnu alltaf vil ég vera
á Vormóti með Krýsuvíkurblæ.
Sjá Arnarfell við bláan himin bera
og brosin krydda söng með húllum hæ.
Og þegar kvöldið örmum vorið vefur
og varðeldurinn lýsir töfraheim,
og æskuþráin óskabyrinn gefur,
enginn gleymir næturvökum þeim.
Ég er kominn með glampann í augun. Synir mínir plötuðu mig til að taka að mér mótsstjórn á Vormóti Hraunbúa í Krýsuvík eftir 10 ára hlé og ég hlakka rosalega til. Hvað er skemmtilegra en að komast í grasrótarstarfið í burtu frá tölvum og símum.
Á Vormótið koma skátar frá ýmsum skátafélögum og fjölskyldubúðirnar stækka ár frá ári. Þetta er 67. Vormót skátafélagsins Hraunbúa og mótin er löngu landsfræg meðal skáta og fleiri fyrir fjör og rigningu. Að vísu spáir ekki góðu því allt lítur út fyrir að það verði rigningalaust og bjart veður, rjómablíða kannski.
Gamlir skátar eru að sjálfsögðu velkomnir að kíkja við, ekki síst á hátíðarvarðeldinn kl. 8 á laugardagskvöldið. Það er alltaf jafn gaman að dvelja á skátamóti þar sem engum dettur í hug að nota hjálparmeðul til að skemmta sér. Lengi lifi skátastarfið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 15:58
Allt rættist það
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins sagði af sér, stjórnarmyndunum við Framsóknarflokk var slitið og stjórn mynduð með Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu - Samstæðisstjórnin. Þessu var ég búinn að spá í leiðara Fjarðarpóstsins og hér í blogginu.
Ég reiknaði þó með að Sjálfstæðisflokkurinn hefði séð að sér en þeir segja Framsóknarflokkinn hafa slitið viðræðunum. Það er þá meira spunnið í Framsóknarmennina en ég hélt. Maður getur ekki verið sannspár í öllu.
Gunnar Svavarsson, sveitungi minn og vinur leið fyrir kynferði sitt og fékk ekki ráðuneyti. Kannski var hann ekki nógu þekktur en hann hafði heldur ekki verið í Kvennalistanum frekar en Katrín Júlíusdóttir sem líka var úti í kuldanum. Svona gerast kaupin á eyrinni. Ef menn halda að jafnrétti jafngildi kvótakerfi þá er það hinn mesti misskilningur. Við getum öll verið sammála jafnrétti en kvótaskipting á grundvelli kynferðis er eitthvað sem ég vil ekki sjá.
Auðvitað vonast ég til að þessi stjórn verði farsæl, það kemur mér og öðrum landsmönnum best. Gunnar mun örugglega ekki sitja auðum höndum og fær örugglega ýmsar nefndarstöður og fær nóg að gera. Heilsa hans verður bara að segja honum hvort hann eigi að vera á fullu á tveimur stöðum.
Lengi lifi jafnréttið.
13.5.2007 | 18:45
Undarlegt siðferði framsóknarmanna
Nú er kosningum lokið og Framsóknarflokkurinn galt afhroð. Formanni flokksins og ráðherra án þingsætis var hafnað af kjósendum i Reykjavík norður. Jónínu Bjartmarz, ráðherra var líka hafnað í Reykjavík suður og einn ráðherra flokksins rétt slapp inn sem uppbótarþingmaður í SV-kjördæmi. Eftir situr skemmtikraftur þjóðarinnar, landbúnaðarráðherrann, félagsmálaráðherrann og utanríkisráðherrann sem sagði fyrir kosningar ekki koma til greina að flokkurinn yrði í ríkisstjórn ef hann hlyti svona útreið eins og hann hlaut.
Nú reynir formaðurinn þingsætalausi og trausti rúinn að hanga í stjórnarsamstarfið og segist ekki geta tekið afstöðu strax fyrr en búið sé að ræða málin með sínu fólki. Af hverju í ósköpunum lýsir hann því ekki því yfir að flokkur hans verði ekki í ríkisstjórn? Hann gæti gert það um leið og hann segði af sér sem formaður flokksins, því honum hefur alls ekki tekist að ná viðunandi árangri fyrir flokkinn.
Það er kannski ekki hægt að búast við miklu af flokki sem aldrei hefur haft siðferðið að leiðarljósi.
25.4.2007 | 19:49
Hvernig ætlar Alcan forstjórinn að ná stuðningi Hafnfirðinga?
Það kveður við annan tón hjá forstjóra Alcan þegar hann er spurður um framtíð Ísal álversins. (sjá frétt í Fjarðarpóstinum 17. tbl. 2007) Hann segir að nú þurfi að skoða hvernig hægt verði að ná stuðningi í samfélaginu fyrir stækkun álversins eins og áformin stóðu til. Hann segist hafa heyrt að nefnt hafi verið að starfsemin gæti lagst af verði álverið ekki uppfært. Hann sagði að þegar horft væri til langs tíma gæti svo farið verði verið ekki uppfært en ítrekaði að það væri ekki á næstu árum.
sjá nánar í Fjarðarpóstinum
Sjá nánar á vefsíðu Alcan
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.4.2007 kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2007 | 19:03
Hver stjórnar sveitarfélögunum? Íþróttahreyfingin?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.4.2007 kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 19:32
Útgerðarmaður
Það fór um mig einhver sælutilfinning þegar ég, ásamt félaga mínum, handsalaði kaup á stórskipi, rúmlega 6 m plastbáti. Ég var að verða útgerðarmaður. Mig hefur dreymt um að eignast bát frá því að ég var strákur. Ég þvældist mikið á bryggjunni sem strákur, sigldi svolítið með sjóskátaflokki en gömul Popular Mechanics blöð með teikningum af nokkrum bátum settu hugmyndir að bátasmíði af stað. Þá voru kannaðar leiðir og tæki skoðuð en óvæntar magatruflanir væntanlegs meðeiganda sópaði áformunum í þá daga af borðinu. Það var ekki svo fyrr en fyrir skömmu að góðir vinir okkar á Ólafsvík keyptu sér nýjan bát og sá gamli, plastbátur byggður af Guðmundi Lárussyni á Hofsósi árið 1979, var til sölu. Þessi bátur kemur væntanlega til Hafnarfjarðar á næstunni og þó svo koma hans muni vekja minni athygli en koma skipakvíanna og koma Wilson Muuga til Hafnarfjarðar þá mun þetta verða mikill viðburður hjá mér og félaga mínum.
Það verður því gleði á heimilinu að í stað einstaka bikars, þá komi veiðimaðurinn heim með fisk í soðið en í sjóstangaveiðikeppnum fer allur fiskur á markað og enginn er tekinn með heim í soðið. Nýi báturinn verður svo væntanlega notaður til að prófa aðferðir við veiði og verður vonandi góður vettvangur þjálfunar í stangaveiði en við eigendurnir erum báðir félagar í Stangaveiðifélagi Snæfellsness, www.sjosnae.is
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)